fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. október 2025 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarleg bilun varð í álveri Norðuráls á Grundartanga í gær sem veldur framleiðslustöðvun að hluta. Samkvæmt Sólveigu Bergmann, framkvæmdastjóra samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli, veldur bilunin því að álframleiðsla skerðist um tvo þriðju í óákvæðinn tíma. Starfsmenn álversins eru uggandi vegna málsins og er staðan á Grundartanga metin alvarleg. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í samtali við RÚV í dag að þetta væri gríðarlegt áfall enda viti allir sem þekkja til reksturs álvera hvað það þýðir þegar svona gerist. Um 600 vinna hjá Norðuráli.

Sjá einnig: Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði um málið á Alþingi í dag og segir að þarna muni tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða.

„Virðulegi forseti. Í gær varð alvarlegt áfall á Grundartanga sem snertir ekki aðeins fyrirtækið heldur allt nærsamfélagið og einn af grundvallaratvinnuvegum landsins. Í Norðuráli hefur verið stöðvuð framleiðsla og afkastageta hefur skerst um tvo þriðju um óákveðinn tíma. Þetta hefur gríðarleg áhrif á fólk og fyrirtæki og þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða. Þetta alvarlega slys er því miður áminning um mikilvægi öflugs atvinnulífs enda byggja lífskjör okkar á öflugri framleiðslu og útflutningi. Á Grundartanga verða til verðmæti sem nema umtalsverðu hlutfalli af útflutningstekjum Íslands og þegar sú lífæð þrengist þá finnur allt hagkerfið fyrir því. Við megum ekki gleyma: verðmætasköpunin er grunnur velferðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólkinu á Grundartanga og í öllum greinum sem halda landinu gangandi. Við stöndum vörð um fjölskyldur og fyrirtækin í landinu en síðastliðið ár er eina svar ríkisstjórnarinnar að hækka álögur á þessa aðila.“

Guðrún bað forsætisráðherra um að koma á dagskrá þingsins sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála enda séu blikur á lofti í atvinnulífinu. Loðnuveiði sé óviss sem og horfur í kolmunna og makríl daprar. Kísilverið á Bakka sé nú lokað tímabundið. Sex hundruð manns hafi misst vinnuna eftir gjaldþrot flugfélagsins Play og nú liggur hluti starfsemi Norðuráls niðri. Ræða þurfi hvernig ríkisstjórnin ætli að verja verðmætasköpun á Íslandi. Það dugi ekki að grípa til skyndilausna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix