fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Lýsir yfir miklum áhyggjum vegna bilunarinnar hjá Norðuráli – Þurfum að búa okkur undir það versta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. október 2025 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir bilunina í álveri Norðuráls á Grundartanga vera alvarlegt áfall en framleiðsla hafi dregist saman um 66%.

Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um atvik en samskiptastjóri Norðuráls brást við ítrekuðum fyrirspurnum DV um málið með eftirfarandi tilkynningu í gærkvöld:

„Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði í álverinu. Þetta veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. Framleiðsla í hinni kerlínu Norðuráls er stöðug og hefur umrædd bilun engin áhrif á rekstur hennar.

Unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar, og útvega og flytja til landsins búnað til að koma framleiðslu í fyrra horf. Jafnframt mun Norðurál vinna náið með birgjum sínum og viðskiptavinum vegna breyttra áætlana.“

Sjá einnig: Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta

Vilhjálmur segir að upp sé komið ástand í álverinu sem ekki verði lagað á nokkrum vikum:

„Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið er að slökkva á 340 kerum af 520, sem þýðir að einungis um 180 ker eru nú í rekstri. Þetta jafngildir framleiðslugetu álíka og var á árinu 2001 og undirstrikar hversu mikið áfall þetta er fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið á Akranesi og í nærsveitum.

Allir sem þekkja til vinnu og reksturs álvera vita og átta sig á alvarleikanum þegar búið er að slökkva á jafn stórum hluta kera. Það er morgunljóst að þetta er ekki stöðvun sem eigi sér stað í einhverja nokkra daga eða vikur, heldur miklu umfangsmeira ástand sem mun taka tíma að leysa.“

Vilhjálmur segir fólk óttaslegið vegna málsins og fjölmargir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness hafi haft samband við hann og lýst yfir áhyggjum sínum. Segist hann hafa kallað eftir upplýsingum frá fyrirtækinu en staðan sé sú að við þurfum að vona það besta en búa okkur undir það versta. Orðrétt segir Vilhjálmur:

„Allir sem þekkja til vita að stóriðjurnar á Grundartanga eru lífæð okkar Akurnesinga. Þegar sú æð stíplast getur það svo sannarlega haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu okkar og samfélagið allt. Þess vegna er afar mikilvægt að unnið sé hratt, skipulega og af fullri alvöru að því að koma starfseminni aftur í gang.

Nú er ekkert annað að gera en að vona að þessi bilun vari eins stutt og kostur er. Við þurfum að vona það besta, en jafnframt búa okkur undir það versta.

Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir upplýsingum um stöðuna, en eins og hún er nú eru allir sem vettlingi geta valdið að reyna að lágmarka skaðann og meta ástandið. Vonandi skýrist málið betur á morgun og næstu daga, en ljóst er að um mjög alvarlega stöðu er að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Í gær

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku