fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Pressan
Mánudaginn 20. október 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar hafa undanfarna daga hlegið mikið að frumkvöðlinum Nick O’Neill og kallað hann loddara. Þórðargleðina má rekja til færslu sem ung kona birti á Twitter þar sem hún sagði O’Neill ranglega halda því fram að þau eigi í ástarsambandi.

O’Neill birti færslu þar sem hann sagðist vera 43 ára og farsæll. Hann ætti nýja kærustu, nýja snekkju, væri barnlaus og auk þess orðinn milljarðamæringur út af rafmynt. Með færslunni birti hann mynd af sér og ungri konu.

Konan á myndinni birti þó skömmu síðar færslu þar sem hún sagði að O’Neill hefði lofað að borga sér um 50 þúsund krónur fyrir að koma fram á myndum og myndböndum með honum. Hann hafi þó ekki upplýst hana um að hann ætlaði að birta þessa mynd.

Þetta setti netið á hliðina. Fólk hefur hæðst að meinta milljarðamæringnum, kallað hann loddara og látið að því liggja að mikið af svokölluðum rafmyntarkóngum séu í raun að falsa líf sitt eins og það leggur sig í netheimum.

En er þetta svo? Hver er þessi O’Neill í raun og veru?

Samkvæmt umfjöllun sem Business Insider birti á síðasta ári er O’Neill raunverulega að stunda viðskipti með rafmynt en á sama tíma hefur hann birt satírumyndbönd þar sem hann gerir grín að sjálfum sér og öðrum svokölluðum rafmyntargaurum, crypto bros. Myndbönd hans og færslur séu viljandi höfð þannig að þau veki athygli því þannig tekst honum að þéna meira. Hann er einkum að stunda sölu á svokölluðum NFT, eða Non-Fungible Tokens.

Um færslur sínar sagði O’Neill við Business Insider: „Ég get svarað því að þetta er viljandi gert til að pirra eins marga og það gerði, og þetta fékk yfir sig hatursbylgju. Ég hugsaði: „Jæja, þetta eru jákvæð teikn.“

Þetta væri í raun bæði grín og alvara. Persónan O’Neill á samfélagsmiðlum sé skopstæling á rafmyntaáhrifavöldum sem tali niður til almennings með frösum á borð við: Ég er ríkur en ekki þú og þess vegna er ég betri. Eins tók O’Neill fram að hann sé meðvitaður um það hversu margir hata og vantrausta rafmynt svo færslur sem þessar veki tilfinningaleg viðbrögð hjá breiðum hópi manna.

O’Neill fullyrti þó að hann sé virkilega stórefnaður og það sé allt þökk sé rafmynt og NFT.

Mörgum netverjum sem hæddust af áðurnefndri færslu hefur verið bent á að persónan sé skopstæling. Það eru þó ekki allir sannfærðir. Mögulega sé O’Neill að setja þetta fram sem satíru svo hann hafi afsökun. Það breyti því ekki að hann sé að villa á sér heimildir til að fá fólk til að kaupa NFT og braska með rafmynt.

Það þykir þó líklegt að færslan umdeilda, með ungu konunni, hafi verið sviðsett frá A til Ö og að kona sé að taka þátt í gríninu. O’Neill gerði svipað fyrir rúmu ári þegar hann birti mynd af meintu lúxusheimili sem reyndist svo vera Airbnb-íbúð, og af snekkju sem hann sagðist eiga en reyndist vera leigð. Þær færslur ollu nokkru fjaðrafoki og þjónaði því þeim tilgangi að vekja athygli á frumkvöðlinum og því sem hann er að gera. Þetta telst vera svokölluð hneykslunarmarkaðssetning, eða outrage marketing.

Hann er því viljandi að spila á tilfinningar fólks og jafnvel þó að það sé auðvelt að sjá í gegnum hann með því að nota leitarvélar þá er það oft þannig að þegar við sjáum færslur sem kveikja hjá okkur tilfinningar á borð við reiði, eða þegar við höldum að við getum afhjúpað lygara, þá eigum við til með að gleyma því að kanna staðreyndir áður en við myndum okkur skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa