fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 11:36

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni Nettó á Ísafirði hefur verið sagt upp störfum vegna ítrekaðs þjófnaðar úr versluninni. Hafði hann bætt þýfinu á reikninga viðskiptavina en aðallega virðist hafa verið um að ræða sígarettur.

RÚV greinir frá málinu. Segir í fréttinni að maðurinn hafi framið þessa þjófnaði sína frá því í júní og fram í miðjan október. Er talið að hann hafi gert þetta um 40 sinnum á hverjum mánuði. Maðurinn mun hafa fest strikamerki af sígarettupakka á hönd sína og skannað það þegar hann var að skanna vörur á afgreiðslukassa, sem viðskiptavinir voru að kaupa.

Mun málið hafa loks komist í hámæli þegar viðskiptavinur sem varð fyrir þessu uppgötvaði hvað maðurinn hafði gert og greindi frá því á samfélagsmiðlum. Samstarfsfólk mannsins vissi hins vegar af athæfi hans og varaði hann margsinnis við en hann hætti þessu aðeins tímabundið.

Uppfært

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verslunarstjóri verslunarinnar hefði vitað af þjófnaði mannsins og einnig verið sagt upp störfum vegna málsins. Það byggði á frétt RÚV um málið en miðillinn hefur nú leiðrétt frétt sína. Verslunarstjórinn vissi ekki af þjófnaði mannsins og var ekki sagt upp störfum vegna málsins en hann hætti störfum að eigin frumkvæði í síðasta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð