fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 11:36

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni Nettó á Ísafirði hefur verið sagt upp störfum vegna ítrekaðs þjófnaðar úr versluninni. Hafði hann bætt þýfinu á reikninga viðskiptavina en aðallega virðist hafa verið um að ræða sígarettur.

RÚV greinir frá málinu. Segir í fréttinni að maðurinn hafi framið þessa þjófnaði sína frá því í júní og fram í miðjan október. Er talið að hann hafi gert þetta um 40 sinnum á hverjum mánuði. Maðurinn mun hafa fest strikamerki af sígarettupakka á hönd sína og skannað það þegar hann var að skanna vörur á afgreiðslukassa, sem viðskiptavinir voru að kaupa.

Mun málið hafa loks komist í hámæli þegar viðskiptavinur sem varð fyrir þessu uppgötvaði hvað maðurinn hafði gert og greindi frá því á samfélagsmiðlum. Samstarfsfólk mannsins vissi hins vegar af athæfi hans og varaði hann margsinnis við en hann hætti þessu aðeins tímabundið.

Uppfært

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verslunarstjóri verslunarinnar hefði vitað af þjófnaði mannsins og einnig verið sagt upp störfum vegna málsins. Það byggði á frétt RÚV um málið en miðillinn hefur nú leiðrétt frétt sína. Verslunarstjórinn vissi ekki af þjófnaði mannsins og var ekki sagt upp störfum vegna málsins en hann hætti störfum að eigin frumkvæði í síðasta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík