fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag

Pressan
Sunnudaginn 19. október 2025 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuggalegt myndband er nú í dreifingu, en það sýnir árás sem átti sér stað í september í Melbourne, Ástralíu.

Hin 26 ára gamla Wan Lai var á leiðinni til vinnu þegar ókunnug kona hleypur upp að henni, pikkar í öxl hennar og stingur hana svo í bringuna.

Sem betur fer kom vegfarandi Lai til aðstoðar og komst hún fljótt undir læknishendur. Áverkinn var ekki lífshættulegur en þurfti hún þó að verja þremur dögum á sjúkrahúsi því lunga hennar féll saman.

Nú er búið að bera kennsl á árásarmanninn en það mun vera 32 ára gömul kona, Lauren Dural. Hún var handtekin þann 2. október og hefur verið ákærð fyrir líkamsárás og brot gegn skilorði.

Árásin hefur haft mikil áhrif á líf Lai, en að sögn fjölskyldu hennar treystir hún sér varla út úr húsi. Hún er stöðugt á varðbergi og getur ekki slakað á. Litlu munaði að hnífurinn hefði gatað á henni hjartað.

Gerandinn glímir við heimilisleysi og hafði haldið sig á gistiheimili í nágrenni við árásarstaðinn. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásin átti sér stað en hún virðist hafa verið tilhæfulaus. Engin tengsl eru á milli kvennanna og þær þekkja ekki hvor aðra.

Myndbandið þykir ógnvekjandi þar sem Dural hleypur ákveðin að Lai eins og hún eigi við hana erindi. Svo stingur hún Lai með hnífnum eins og ekkert sé hversdagslegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“