fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag

Pressan
Sunnudaginn 19. október 2025 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuggalegt myndband er nú í dreifingu, en það sýnir árás sem átti sér stað í september í Melbourne, Ástralíu.

Hin 26 ára gamla Wan Lai var á leiðinni til vinnu þegar ókunnug kona hleypur upp að henni, pikkar í öxl hennar og stingur hana svo í bringuna.

Sem betur fer kom vegfarandi Lai til aðstoðar og komst hún fljótt undir læknishendur. Áverkinn var ekki lífshættulegur en þurfti hún þó að verja þremur dögum á sjúkrahúsi því lunga hennar féll saman.

Nú er búið að bera kennsl á árásarmanninn en það mun vera 32 ára gömul kona, Lauren Dural. Hún var handtekin þann 2. október og hefur verið ákærð fyrir líkamsárás og brot gegn skilorði.

Árásin hefur haft mikil áhrif á líf Lai, en að sögn fjölskyldu hennar treystir hún sér varla út úr húsi. Hún er stöðugt á varðbergi og getur ekki slakað á. Litlu munaði að hnífurinn hefði gatað á henni hjartað.

Gerandinn glímir við heimilisleysi og hafði haldið sig á gistiheimili í nágrenni við árásarstaðinn. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásin átti sér stað en hún virðist hafa verið tilhæfulaus. Engin tengsl eru á milli kvennanna og þær þekkja ekki hvor aðra.

Myndbandið þykir ógnvekjandi þar sem Dural hleypur ákveðin að Lai eins og hún eigi við hana erindi. Svo stingur hún Lai með hnífnum eins og ekkert sé hversdagslegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið