Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í ræðu sinni á Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að hann hyggist ekki gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta flokksþingi.
Lagði hann til að flokksþingið yrði haldið um miðjan febrúar en þar verður kosið um embætti formanns og varaformanns.
Sigurði var fagnað með standandi lófaklappi eftir ræðuna en hann sagði að níu ár væru langur tími, en það er sá tími sem hann hefur setið í formannsstólnum.
Lilja Alfreðsdóttir varaformaður er nú í ræðustól en fylgjast má með flokksþinginu á RÚV.