fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. október 2025 13:47

Snorri Másson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson alþingismaður var rétt í þessu kjörinn varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Hann bar sigurorð af Ingibjörgu Davíðsdóttur þingmanni en Bergþór Ólason þingmaður flokksins dró framboð sitt til baka í gærkvöldi. Ingibjörg hlaut 64 atkvæði en Snorri 136.

Snorri sagði meðal annars í þakkarræðu sinni að hann hefði ekki miklu við að bæta við það sem hann og aðir flokksmenn hefðu sagt á landsþinginu en nokkuð góður rómur virtist hafa verið gefinn í salnum að framboðsræðu Snorra fyrr í dag:

„Við myndum býsna óárennilegt af í íslenskum stjórnmálum sem gæti endað á að ógna mjög miklum … svona umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði. Þau eru það við verðum að horfast í augu við það.“

Sagðist Snorri telja að Miðflokkurinn muni senn fara á mikla siglingu og vísaði þá til kraftsins sem hann sagðist finna í flokksmönnum:

„Okkar er framtíðin.“

Þakkaði hann Ingibjörgu og fleirum fyrir. Sagði hann að lokum að næsta skref væri að taka flokksstarfið föstum tökum og efla það sem væri undirstaðan að því að fara á siglingu. Sagði Snorri að lokum við samflokksmenn sína:

„Ég ætla ekki að bregðast ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti hund dýrum dómum en á að fá hann endurgreiddan – Reyndist vera „gallaður“

Keypti hund dýrum dómum en á að fá hann endurgreiddan – Reyndist vera „gallaður“