fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fréttir

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. október 2025 10:30

Mynd: Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, árið 2025.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í vikunni sína árlegu viðurkenningarathöfn en athöfnin var fyrst haldin árið 2019. Í ár er fjöldi viðurkenningarhafa alls 128 en það eru þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn / efsta lagi stjórnunar.

Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, flutti fræðandi erindi undir heitinu „Er þetta ekki komið?“ og dómsmálaráðherra, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, flutti áhugavert og hvetjandi ávarp.

Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk FKA, dómsmálaráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá

Níutíu fyrirtæki, tuttugu og tveir opinberir aðilar og sextán sveitarfélög hljóta viðurkenningu

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til níutíu fyrirtækja, tuttugu og tveggja opinberra aðila og sextán sveitarfélaga úr hópi þeirra 253 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu.

Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í Jafnvægisvog FKA sinna jafnréttismálum af metnaði. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ljóst að enn er langt í land með að ná fullu jafnrétti. Það er mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag skoði stöðu sína og krefjist þess að kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum sé sem jafnast, því jafnrétti er ekkert annað en ákvörðun“, segir Bryndís Reynisdóttir verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.

Jafnrétti hefur bein áhrif á umhverfið

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2020 var kynntur nýr Jafnréttislundur FKA, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur útvegaði Jafnvægisvoginni. Viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fylgir tré að gjöf til gróðursetningar í Jafnréttislundi FKA, sem viðurkenningarhafar gróðursetja sjálfir í lundinum, föstudaginn 10. október. Með því geta þátttakendur lagt sitt af mörkum til að draga úr kolefnisfótspori og jafnframt sýnt stuðning við jafnréttismál með táknrænum hætti.

Við val á trjám í lundinn er horft til þess að velja margar ólíkar tegundir af trjám, sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin stuðlar að. Það er markmið Jafnvægisvogarinnar að endurtaka þetta árlega og væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti.

Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár:

1912 FSRE Olís ehf
A4 GG Verk ehf Orkan IS ehf
AGR Guðmundur Arason ehf Orkusalan
Akraneskaupstaður Hafnarfjörður Orkuveita Reykjavíkur
Akureyrarbær Hagstofa Íslands Ósar – lífæð heilbrigðis hf.
Alþjóðasetur ehf. Harpa PricewaterhouseCoopers ehf.
APRÓ Háskóli Íslands Rafal ehf
Atmonia ehf Háskólinn á Akureyri Rangárþing eystra
atNorth Háskólinn í Reykjavík Rangárþing ytra
AwareGO ehf Heilbrigðisstofnun Austurlands Rarik
Bakkinn vöruhótel Hirzlan ehf Reir Verk ehf.
Bananar Hornsteinn Rekstrarvörur ehf
Björgun_Sement Hreint ehf Reykjafell ehf
BL ehf HS Orka Reykjanesbær
Bláa Lónið Húnabyggð RÚV ohf
Borgarbyggð IKEA Samkaup hf.
Borgarleikhús indó Seðlabanki Íslands
Brandenburg Inkasso ehf Seltjarnarnesbær
Bústólpi ehf. Isavia ohf Sjóvá
Carbfix Íslandsbanki Skatturinn
Ceo Huxun Íslandshótel Skrifstofa Alþingis
Coca-Cola Europacific Partners Ísland Íslenska Gámafélagið Sólar ehf
COWI á Íslandi ÍSOR Strætó bs
Crayon Iceland ehf Ívera ehf. Sveitarfélagið Árborg
Creditinfo Krónan Sveitarfélagið Fjallabyggð
Dagar hf Land og skógur Sveitarfélagið Skagaströnd
Deloitte ehf Lota Sveitarfélagið Ölfus
Destination Complete ehf. LSR Sýn hf.
dk hugbúnaður Lyf og heilsa Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
ECIT Virtus Lyfja Taktikal ehf.
EFLA hf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tixly
Eignarhald ehf. – Pipar\TBWA Matís ohf Travel Connect
Elkem Ísland Maven ehf. Tryggja
ELKO Miðbæjarhótel/Center Hotels ehf. Vegagerðin
Fastus Mosfellsbær Veitur
Festi hf. Motus Verkís
Félagsbústaðir hf. Múlaþing Verzlunarskóli Íslands
Fiskistofa Nasdaq Iceland Vesturbyggð
Five Degrees EHf Náttúruverndarstofnun Vinnueftirlitið
Fjársýsla ríkisins Norðurál ehf. VÍS tryggingar hf.
Fjölbrautaskóli Suðurlands Norðurorka hf. Wise lausnir
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Nova Þjóðskrá
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Nói Síríus hf

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Í gær

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“
Fréttir
Í gær

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Í gær

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti hund dýrum dómum en á að fá hann endurgreiddan – Reyndist vera „gallaður“

Keypti hund dýrum dómum en á að fá hann endurgreiddan – Reyndist vera „gallaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?