Bandaríski leikarinn Jonah Hill, 41 árs, leit óþekkjanlegur út við tökur fyrir væntanlega kvikmynd sína Cut Off. Hill leikur aðalhlutverkið, auk þess að leikstýra og skrifa handrit.
Hill, sem var myndaður ásamt meðleikaranum Kristen Wiig, hefur lagt verulega af. Auk þess var hann í gervi frá áttunda áratugnum með loðna ljóshærða hárkollu og þykk gleraugu.
Wiig, 52 ára, var einnig klædd í gervi, blágrænan blúndubrjóstahaldara, fjólubláa blúnduskyrtu og rauðar blúnduleggings, ljósbleikt pils og svart belti.
Hill grenntist fyrst verulega árið 2011 og missti 18 kíló með hjálp næringarfræðings og japansks mataræðis.
Hill ræddi um sveiflur í þyngd sinni í viðtali við Ellen DeGeneres árið 2018 og sagði að hann hefði „eytt megninu af unglingsárum sínum í að hlusta á fólk segja að hann væri feitur, ógeðslegur og óaðlaðandi.“
Hann bætti við: „Ég trúi því virkilega að allir eigi sér mynd af sjálfum sér frá yngri árum sem þeir skammast sín fyrir. Fyrir mér er það þessi 14 ára of þungi og óaðlaðandi krakki sem fannst hann ljótur í augum heimsins, sem hlustaði á hip-hop og vildi svo innilega vera samþykktur af þessu samfélagi hjólabrettafólks.“
Sagði Hill að hann væri farinn að skilja hugtakið sjálfsást.