fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville hefur sætt hörðum viðbrögðum frá starfsmönnum á byggingarsvæði í hans eigu eftir að hann krafðist þess að enski fáninn yrði tekinn niður. Ástæðan er mikil ólga í Englandi þar sem stór hópur innfæddra hefur mótmælt inflytjendastefnu þar í landi.

Neville, 50 ára, þekktur fyrir vinstrisinnaðar skoðanir, sagði í myndbandi á LinkedIn að hann hefði fjarlægt fánan strax þegar hann sá hann. Hann gagnrýndi í myndbandinu reiða miðaldra hvíta menn sem aðhyllast flaggið í neikvæðri merkingu og séu að ögra samstöðu landsins.

En byggingarmenn sem höfðu veifað fána á St Michael’s skrifstofubyggingu í Bootle Street, Manchester voru sárir yfir aðgerðinni.

Starfsmaður sagði, við Daily Mail, að Neville hafi gengið framhjá svæðinu, séð flaggið sem blakti á fimmtu hæð ásamt móldóvíska fána og einum til viðbótar. Hann hafi þá samband við yfirmann byggingarsvæðisins yfir útvarpskerfi og krafist þess að enski fáninn yrði fjarlægður

„Þetta var ekki rætt, okkar bara sagt að gera það,“ sagði einn starfsmaður. Hann bætti við að þeir hafi rætt við alla starfsmenn þar sem útskýrt var hvers vegna ekki væri hægt að hafa pólitísk skilaboð eða fána á svæðinu vegna ákvörðunar Neville.

Flöggin þrjú voru hengd upp af trésmiðum sem unnu fyrir aðal verktakann Domis Construction. Starfsmaðurinn sagði að enski fáninn hafi verið sýnilegur frá götunni en hin tvö væru meira falin inn á svæðinu.

Sumir voru ósáttir með að þurfa að fjarlægja flaggið en vildu ekki hætta, þeir vildu ekki missa vinnuna.

Neville hefur verið sakaður um að vera „kampavínssósíalisti“.. Hann sagði að flaggið hafi verið í einu af hans svæðum og að hann hefði fjarlægt það strax. Hann sagði einnig:

„Sumir kannski halda að ég elski ekki föðurland mitt. Ég hef spilað fyrir landið 85 sinnum og elska landið. Ég elska Manchester og England,“ sagði Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir vill að Ísrael sitji við sama borð á Rússland í heimi fótboltans

Heimir vill að Ísrael sitji við sama borð á Rússland í heimi fótboltans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher sendir pillu á Arne Slot og segir þetta vera að

Carragher sendir pillu á Arne Slot og segir þetta vera að
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Netverjar trúa því ekki að þetta sé móðir nýjustu stjörnunnar – „Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt“

Netverjar trúa því ekki að þetta sé móðir nýjustu stjörnunnar – „Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu

Gjaldþrota Íslandsvinur fær tækifæri til að sækja í pokann í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Grétar Snær sleppur eftir að hafa veifað hnefanum í Víkinni í gær – KSÍ getur ekkert gert

Grétar Snær sleppur eftir að hafa veifað hnefanum í Víkinni í gær – KSÍ getur ekkert gert
433Sport
Í gær

Vill samning hjá Liverpool sem endurspeglar mikilvægi hans

Vill samning hjá Liverpool sem endurspeglar mikilvægi hans