fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum blöðum er Steven Gerrard í bílstjórasætinu fyrir óvænta endurkomu til Rangers.

Liverpool-goðsögnin, sem er 45 ára, hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf sádi-arabíska félagið Al-Ettifaq í janúar.

Nú gæti hann hins vegar snúið aftur á Ibrox, félaginu sem hann stýrði áður með góðum árangri.

Rangers leita að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Russell Martin var sagt upp í gærkvöldi, aðeins 123 dögum eftir að hann tók við.

Martin náði aðeins einum sigri í sjö leikjum, en þrátt fyrir að aðeins hafa tapað einum leik þá duttu fimm jafntefli illa í kramið hjá stjórninni. Eftir 1-1 jafntefli gegn Falkirk í síðasta leik var honum sagt upp.

Rangers eru nú 11 stigum á eftir toppliði Hearts í skosku úrvalsdeildinni og ljóst að félagið vill bregðast hratt við. Gerrard gæti því komið aftur til Glasgow, hann stýrði liðinu áður frá 2018 til 2021 og vann deildina árið 2021 án taps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt að Amorim endurheimti lykilmann fyrir lok árs

Líklegt að Amorim endurheimti lykilmann fyrir lok árs
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney segir að Van Dijk verði að stíga inn í hlutina – Hjólar aðeins í Salah

Rooney segir að Van Dijk verði að stíga inn í hlutina – Hjólar aðeins í Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi
433Sport
Í gær

Svona er líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag

Svona er líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag