fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Eyjan
Föstudaginn 3. október 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kominn er upp mikill titringur innan stjórnmálaflokkanna í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna sem verða 16. maí í vor. Einhverjir oddvitar ætla að hætta á meðan aðrir segjast staðráðnir í því að leiða flokka sína í gegnum kosningarna.

Ekki er titringurinn minnstur hjá Sjálfstæðismönnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, sem tapaði tveimur borgarfulltrúum í kosningunum 2022 heldur galvösk áfram og vonar að hún geti náð fylginu upp úr þeim 25 prósentum sem það var þá og komið flokknum í stöðu til að taka þátt í meirihluta.

Orðið á götunni er að það geti orðið þrautin þyngri. Ekkert bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ná vopnum sínum í Reykjavík og ekkert hafi breyst varðandi það að borgarstjórnarflokkurinn er þríklofinn og aðeins einn borgarfulltrúi styður Hildi.

Mikið hefur verið talað um að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi ráðherra, íhugi að bjóða sig fram í forystusætið á móti Hildi. Hann hefur gegnt þingmennsku í áratugi, verið ráðherra í upp undir áratug og á að baki átta ára setu í borgarstjórn Reykjavíkur á árum áður.

Nú er í gangi skoðanakönnun á vegum Gallup þar sem ein spurningin er greinilega keypt af einhverjum sem hug hefur á að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor. Spurt er:

„Myndi einhver eftirtalinna einstaklinga hafa þau áhrif að þú værir líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef viðkomandi væri oddviti listans og borgarstjóraefni flokksins?“

Gefinn er kostur á að raða fimm nöfnum eftir því hversu jákvæð áhrif þau hefðu á kjósendur:

  • Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Hildur Björnsdóttir
  • Friðjón R. Friðjónsson
  • Sigurður Kári Kristjánsson
  • Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Einnig er gefinn kostur á að haka við reit sem við stendur: „Enginn þeirra hefði jákvæð áhrif á að ég kysi flokkinn.“

Skjáskot af spurningunni í spurningavagni Gallups.

Orðið á götunni er að baki þessari spurningu hljóti að standa stuðningsmenn annaðhvort Guðlaugs Þórs eða Hildar en þó sé mögulegt að það sé Ragnhildur Alda María sem sé að kanna fylgi við sig. Hún nöfnin tvö, Friðjón R. og Sigurður Kári, eru talin fráleit. Enginn lítur á Friðjón R. sem hugsanlegan leiðtoga og sama gildi um Sigurð Kára. Þá sé ljóst að eftir atburðarás liðinnar viku, þar sem Sigurður Kári, sem var stjórnarformaður Play, ásamt Einari Erni Ólafssyni, forstjóra félagsins, var að leika sér í gleðiborginni Marbella á Spáni, hreiðri arabískra olíufursta og rússneskra ólígarka, í þann mund sem Play var lýst gjaldþrota, geri það að verkum að löng bið verði á því að jafnvel Sjálfstæðismenn leiti til Sigurðar Kára um að taka að sér forystuhlutverk í Reykjavík eða annars staðar.

Orðið á götunni er að ýmsir Sjálfstæðismenn geri sér vonir um að hífa fylgi flokksins upp í 30 prósent í borginni og telji það munu duga til að koma flokknum í meirihlutasamstarf, Þetta er svipað fylgi og Eyþór Arnalds, forveri Hildar á oddvitastóli, náði í kosningunum 2018 en það dugði engan veginn til að koma flokknum í meirihluta. Hildur missti fimm prósent og tvo borgarfulltrúa.

Í þingkosningunum í nóvember fékk Sjálfstæðisflokkurinn ríflega 17 prósenta fylgi í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, sem er versta kosning flokksins fyrr og síðar. Flokkurinn fær jafnan minna fylgi í borginni í þingkosningum en borgarstjórnarkosningum en ekkert bendir til þess að hann hafi náð neinni verulegri viðspyrnu síðan í nóvember.

Orðið á götunni er að það gæti orðið brekka fyrir Guðlaug Þór að skora Hildi á hólm sem oddviti í borginni og að þrátt fyrir að kosningamaskína Guðlaugs sé öflug sé engan veginn víst að hann myndi fara með sigur af hólmi. Þá geti það orðið skammgóður vermir að hreppa oddvitasætið í margklofnum flokki.

Orðið á götunni er að svörin við þessari spurningu verði ekki birtar opinberlega nema það verði talið henta þeim sem keypti spurninguna á spurningavagninn. Alþekkt er að hugur kjósenda til einstakra frambjóðenda sé kannaður með þessum hætti og sjaldnast eru niðurstöðurnar gerðar opinberar af augljósum ástæðum.

Ljóst er að kosningabaráttan um forystu Sjálfstæðismanna í borginni er hafin af fullum þunga. Oddvitaslagurinn er aðeins fyrsti spretturinn í því að komast til valda. Til að komast í meirihluta er nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn þyrftu að fá hreinan meirihluta saman til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta. Það er vegna þess að engir aðrir flokkar hafa minnsta áhuga á að vinna með margklofnum Sjálfstæðisflokki í Reykjavík.

Orðið á götunni er að líkurnar á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í Reykjavík eftir kosningarnar í vor séu á pari við það að það botnfrjósi í Helvíti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórkatla skilar 18 milljarða tapi – Endurskoðendur segja óvissu ríkja um rekstrarhæfi félagsins

Þórkatla skilar 18 milljarða tapi – Endurskoðendur segja óvissu ríkja um rekstrarhæfi félagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vandræðagangur hjá Sjálfstæðismönnum í borginni – er Katrín svarið?

Orðið á götunni: Vandræðagangur hjá Sjálfstæðismönnum í borginni – er Katrín svarið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“