fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. október 2025 14:30

Kirkjan þarf peninga til að reka sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðkirkjan vill að sóknargjöld verði aukin um 60 prósent. Það sé skerðingin sem kirkjan hafi orðið fyrir frá árinu 2009 og að nær allir stjórnmálaflokkar hafi flekkaðar hendur.

Samkvæmt breytingu á lögum um sóknargjöld vegna fjárlaga ársins 2026 verða sóknargjöld þjóðkirkjunnar og annarra trú-og lífsskoðunarfélaga 1.133 krónur á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri.

Þjóðkirkjan mótmælir þessu og telur að sóknargjöldin eigi að vera miklu hærri. Skorar hún á Alþingi að breyta þessu.

„Sóknargjald fyrir árið 2026 á að vera kr. 2.765 á mánuði samkvæmt lögum um sóknargjald o.fl. nr. 91/1987, með síðari breytingum. Samkvæmt ofangreindu frumvarpi er lagt til að gjaldið verði kr. 1.133 á mánuði. Skerðing nálgast 60%,“ segir í umsögn Þjóðkirkjunnar, undirritaðri af Guðmundi Þór Guðmundssyni lögmanni Kirkjuþings.

Hópur Guðrúnar hafi ekki skilað af sér

Segir að skerðingartillagan sé óviðunandi. Skilaskyld sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar hafi verið skert frá árinu 2009.

Ekkert bólar á tillögum starfshóps Guðrúnar sem átti að skila af sér 1. desember síðastliðinn. Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

„Það gengur vart að ríkisvaldið gangi fram gagnvart þjóðkirkjufólkinu í landinu með þeim hætti sem birtist í frumvarpinu. Tillögu þar um er hér með andmælt harðlega,“ segir í umsögninni.

Bent er á að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hafi skipað starfshóp þann 17. september árið 2024 til að endurskoða fyrirkomulag sóknargjalda. Þjóðkirkjunni þykir óeðlilegt að sóknargjöld séu áfram skert að raungildi á meðan starfshópurinn er enn að störfum.

Nær allir flokkar flekkaðir

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri Kirkjublaðsins, gerði skerðingar sóknargjalda í fjárlögum einnig að umfjöllunarefni í grein í síðustu viku. Sagði hann nær alla stjórnmálaflokka hafa flekkaðar hendur í þessu efni.

„Þjóðkirkjan hefur að sjálfsögðu mótmælt þessum sífelldu skerðingum harðlega. Kirkjufólk hefur oft farið í lobbýisma og reynt að snúa sínum mönnum á betri veg. Þetta hefur stundum skilað árangri með þeim hætti að dregið hefur verið ögn úr skerðingunni en hún ekki tekin til baka,“ segir Hreinn í greininni.

Starfshópur Guðrúnar átti að skila af sér tillögum 1. desember árið 2024 en ekkert hefur orðið af því. Þá verði athyglisvert að sjá hverjar tillögur hópsins verða og hvort að ný ríkisstjórn taki mark á þeim.

Borga viðhald og laun

Bent er á að sóknargjöld standi undir rekstri safnaða og renni meðal annars til viðhalds á kirkjubyggingum og annars húsnæðis á vegum safnaðanna. Rafmagn og hiti er greiddur með sóknargjöldum sem og innra starf sóknanna, barna- og æskulýðsstarf, starf eldri borgara og fleira. Laun organista og annarra starfsmanna séu sótt í sjóð sóknargjalda.

Sjá einnig:

Kirkjan heimtar hærri sóknargjöld – 6.5 milljarðar ekki nóg

„Skerðing sóknargjalda kemur jafnt niður á stórum sóknum sem litlum,“ segir Hreinn. „Það er ljóst að þegar klipið er árlega af sóknargjöldum þá er verið að þrengja að starfi safnaðanna. Þessu þarf að linna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Í gær

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Í gær

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“
Fréttir
Í gær

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu