fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fréttir

Bandarískir Costco viðskiptavinir öfundsjúkir út í þá íslensku út af þessu – „Þetta lítur út fyrir að vera ljúffengt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 1. október 2025 17:30

Matsalurinn í Costco á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir viðskiptavinir stórverslunarinnar Costco koma við í matsalnum til að gæða sér á pylsu eða pizzu sneið eftir stóran verslunarleiðangur. Þykir mörgum það ómissandi partur af ferðinni. En Þó að Costco verslanir séu langtum fleiri í Bandaríkjunum en á Íslandi er einn hlutur sem þeir vestra öfunda okkur af. Það er gelató ísinn í vöfflu sem einungis er seldur í Garðabænum.

Fjallað er um málið á miðlinum Chowhound. Í Bandaríkjunum eru meira en 600 Costco verslanir og í þeim er vissulega hægt að fá ís. En aðeins venjulegan mjúkan rjómaís. Ekki gelató í vöffluformi eins og hér.

„Ein Costco verslun er á Íslandi í bæ sem kallast Garðabær, nálægt höfuðborginni Reykjavík og stuttan spöl frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Ef þú ert að fljúga þangað gæti verið þess virði að stoppa í versluninni og grípa gelató og annan mat sem er í boði í matsalnum, og jafn vel fylla á byrgðirnar áður en þú ferð í gönguferðir, skoðar jökla, eltir norðurljósin eða hvað sem þú ætlar þér að gera í þessu fallega landi,“ segir í greininni.

Nefnt er að í boði séu fjórar tegundir af gelató ís, það er súkkulaði, mintusúkkulaði spænir, stracciatella og amarena kirsuber. Í umræðuþræði á samfélagsmiðlinum Reddit nefndu margir stracciatella sem þann besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar
Fréttir
Í gær

Innbrot í snyrtistofu og hárgreiðslustofur – Lokaði gatnamótum með því að leggja bílnum

Innbrot í snyrtistofu og hárgreiðslustofur – Lokaði gatnamótum með því að leggja bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga