fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. september 2025 17:00

Hvítabjörninn er miklu stærri en svartbjörninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur jarðfræðingur og norðurslóðaleiðsögumaður náði einstökum ljósmyndum af bardaga ísbjarnar og svartbjarnar á afskekktum stað í Labrador í Kanada. Myndirnar hafa vakið mikla athygli en ekki er vitað hvort að slíkur bardagi hafi áður náðst á mynd.

„Þetta var ótrúlegt. Maður trúði ekki því sem maður var að horfa á. Maður reyndi að taka nokkrar myndir af þessu og njóta þess að fylgjast með,“ segir Jón Viðar Sigurðsson sem náði myndunum á ferðalagi um Labrador fyrir skemmstu.

Jón Viðar er jarðfræðingur en tekur að sér annars lagið störf á leiðangursskipum, litlum skemmtiferðaskipum sem sigla um óhefðbundna staði á norðurslóðum. Skip þar sem farið er í land á afskekktum stöðum frekar en í borgum og bæjum.

Lífsbaráttan getur verið erfið fyrir hvítabirni á þessum árstíma. Mynd/Jón Viðar Sigurðsson

Jón Viðar hefur þvælst um norðurslóðir í áratugi, einkum um Grænland og Kanada. „Það er dýralífið, jöklarnir, stórir ísjakar og hrikaleg náttúra sem heillar,“ segir hann og hann varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúruna þegar hann náði myndum af þessu mikla sjónarspili í Torngat fjallgarðinum, í norðurhluta Labrador.

Óvæntur gestur

„Þarna var hvítabirna með húna og þau höfðu greinilega náð sér í sel og höfðu dregið hann upp á land. Svo sáum við aðra hvítabirnu með hún nálgast sem langaði í bita. Þær slógust aðeins birnurnar en sneru sér svo að því að borða. Þær voru alveg sáttar við að allir fengju bita,“ segir Jón Viðar. En þá kom óvæntur gestur aðvífandi.

Hvítabirnurnar gátu sæst á að deila bráðinni. Mynd/Jón Viðar Sigurðsson

„Aðeins ofar í hlíðinni var svartbjörn. Hann greinilega rann á lyktina og nálgaðist. Maður átti ekki neina von á því að hann myndi reyna en hann gerði það,“ segir Jón viðar. „Þetta endaði með smá bardaga og það náðist að hrekja hann í burtu.“

Jón Viðar og samferðafólk  hans varð hlessa yfir þessu og fór að leita að myndum eða myndskeiðum af bardögum svartbjarna og hvítabjarna en fundu ekkert. „Það virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd,“ segir hann.

Mikill stærðarmunur

Svæðið er á belti þar sem hægt er að finna báðar tegundir bjarndýra. En vanalega eru þær ekkert að umgangast eða abbast upp á hvora aðra. Hvítabirnir eru mun stærri og sterkari.

Vanalega abbast tegundirnar ekki upp á hvora aðra. Mynd/Jón Viðar Sigurðsson

„Svartbjörninn á ekki sjéns, hann er það lítill miðað við hvítabjörninn að hann er ekkert að reyna að abbast upp á hann. En þessi hefur verið hungraður og reynt,“ segir Jón Viðar. „Hann gaf að lokum eftir og flúði. Ef hann hefði haldið áfram þá hefðu birnurnar drepið hann.“

Hélt með hvítabirninum

Aðspurður segist Jón Viðar viðurkenna að hafa haldið með þeim hvíta.

Þetta hefði getað endað illa fyrir þann svarta. Mynd/Jón Viðar Sigurðsson

„Hvítabjörninn er dýrið manns. Maður heldur alltaf með honum,“ segir hann. „Svartbjörninn lifir aðallega á laufblöðum, gróðri, ávöxtum og slíku og getur alltaf bjargað sér. En hvítabjörninn á miklu erfiðara uppdráttar og hann verður að ná sér í sel. Það er nú ekkert auðvelt á þessum tíma árs.“

Fóru á flug

Jón Viðar birti myndirnar á Facebook síðu sinni og þaðan fóru þær á flug. Hefur hann meðal annars verið í viðtölum í útvarpi, sjónvarpi og á netinu í kanadískum miðlum.

Jón Viðar í viðtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC. Skjáskot/Youtube

„Þetta þykir merkilegt í Kanada. Þar þekkja menn báðar tegundirnar og eru vanir þeim en hafa ekki heyrt af þessu áður,“ segir hann að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð