fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Þar segir að ástæður þessarar ákvörðunar séu margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga á stefnu þess.

„Miklar vonir voru bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins sem kynnt var síðasta haust og þótti á sínum tíma ástæða til töluverðrar bjartsýni. Því miður er nú orðið ljóst að þær breytingar geta ekki skilað árangri sem dugar til að vinna á þeim djúpstæða vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir enn fremur að í ljósi ofangreinds bindi PLAY enda á sína starfsemi í dag. Ljóst sé að þúsundir farþega þurfi að endurskipuleggja heimför, um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.

„Við þetta tilefni leggja stjórn og stjórnendur PLAY áherslu á að allt hafi verið reynt til þess að niðurstaðan yrði önnur. Þessi ákvörðun er sú allra þungbærasta í stöðunni og er hún aðeins tekin í ljósi þess að aðrar leiðir töldust fullreyndar. Stjórnin biður alla þá sem verða fyrir neikvæðum afleiðingum vegna þessarar niðurstöðu innilega afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað