fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Fréttir

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnið Plasda – Green Eco Bottles hefur verið valið sjálfbærasta umbúðafyrirtæki ársins af breska viðskiptafjölmiðlinum EcoLiveWire.

Um er að ræða verkefni sem Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og ritstjóri fréttin.is, hefur unnið að undanfarin ár og snýr að umhverfisvænum umbúðum úr lífbrjótanlegum formúlum.

Margrét greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir mynd úr umfjöllun EcoLiveWire. Margrét segir:

„Kæru vinir, það er gaman að segja frá því að verkefnið PLASDA – Green eco bottles, sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár og snýr að umhverfisvænum umbúðum úr lífbrjótanlegum formúlum, hefur verið valið sjálfbærasta umbúðafyrirtæki ársins 2025 og við hlutum verðlaun frá Corporate Live wire nýlega.

Við munum taka við verðlaununum í Bandaríkjunum á komandi ári og blaðinu með umfjöllun um fyrirtækið hefur verið dreift víða um heim.

Við tókum einnig þátt í stærstu nýsköpunar og tækni-ráðstefnu heims í Berlín í maí síðastliðnum og okkur hefur einnig verið boðið á aðra ráðstefnu í arabísku furstadæmunum í næsta mánuði.

Við erum komin með samning við verksmiðjur í þremur löndum og þremur heimsálfum sem vinnur með okkur að þróun og rannsóknum.

Það er mikil eftirvænting og spenna í kringum þessar vörur sem gerast ekki grænni, en markmið okkar er að taka þátt í eyðingu örplastmengunar í heiminum sem í dag er orðið stærsta umhverfisvandamál heims – heitir á ensku: Microplastic pollution.

Við sjáum fyrir okkur að Ísland gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að útrýma mengandi plasti eins og mögulegt er, en auðvitað verður þetta alþjóðleg vara og við viljum leggja okkar að mörkum fyrir móður náttúru um heim allan.

Síðurnar okkar eru Plasda.com og Greenbottles.net

Velkomið að hafa samband við mig ef þið óskið eftir frekari upplýsingum.“

Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins