fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. september 2025 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa veitt umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem nú er til meðferðar á Alþingi. Meðal yfirlýstra markmiða frumvarpsins er að koma böndum á skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis. Samtökin segja frumvarpið í raun óþarft lögin banni nú þegar atvinnustarfsemi af þessu tagi í íbúðarhúsnæði og nær væri fyrir að stjórnvöld að framfylgja því. Samtökin segja að þvert á móti festi frumvarpið slíkt í sessi sem séu ekki góð tíðindi fyrir þá sem vantar húsnæði til lengri tíma litið.

Það er Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sem leggur frumvarpið fram en hún gerði það líka á síðasta þingi en það náði ekki fram að ganga. Samkvæmt greinargerð kveður frumvarpið á um að leyfi til að selja gistingu, í heimahúsum, verði afmarkað við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans sem er utan þéttbýlis. Einnig er lagt til að binda þegar útgefin rekstrarleyfi til starfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Loks er lagt til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit sýslumanns með einstaka málum er varða skráningarskylda heimagistingu.

Segir í greinargerðinni að markmiðið sé meðal annars að koma böndum á leyfislausa gististarfsemi í heimahúsum og auka framboð af íbúðum til langtímaleigu.

Nú þegar bannað

Hagsmunasamtök heimilanna segja í sinni umsögn að þau séu hlynnt markmiðum frumvarpsins og telja að íbúðir eigi fyrst og fremst að nýta til heimilishalds frekar en til atvinnustarfsemi.

Í umsögninni segir að engin stoð sé í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald fyrir útgáfu leyfa til starfsemi gististaða í íbúðarhúsnæði. Þvert á móti hafi á síðasta ári verið áréttað með breytingum á lögunum að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Atvinnustarfsemi í íbúðarhúsnæði stangist jafnframt á við tilgang skipulagsáætlana sem séu gerðar samkvæmt skipulagslögum og stangist einnig eftir atvikum á við lög um fjöleignarhús.

Segir enn fremur að útgáfa slíkra leyfa hafi byggst á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald en í henni hafi upphaflega verið skilyrði fyrir slíkri starfsemi að hún færi fram í samþykktu atvinnuhúsnæði. Það skilyrði hafi verið fellt brott með breytingarreglugerð en eftir sem áður sé engin stoð í lögunum fyrir slíkri starfsemi í íbúðarhúsnæði. Leyfi sem hafi verið gefin út til slíkrar starfsemi í íbúðarhúsnæði hafi því ekki verið veitt á löglegum grundvelli og einfaldasta leiðin að settu markmiði væri að afturkalla þau.

Ekki rætur

Hagsmunasamtök heimilanna vilja raunar meina að með frumvarpinu sé skotið rótum undir þessa starfsemi sem þau vilja meina að sé ólögleg:

„Farin sú öfuga leið í frumvarpinu að leggja til að skotið verði lagastoð undir veitingu rekstrarleyfa fyrir gististaði í íbúðarhúsnæði til fimm ára í senn og undir þegar veitt leyfi til næstu fimm ára. Hagsmunasamtök heimilanna vara eindregið við því að þannig verði slíkri starfsemi ljáð lögmæti og leggjast alfarið gegn viðkomandi ákvæðum frumvarpsins. Réttara væri að framfylgja gildandi lögum og stöðva starfsemi gististaða í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis.“

Segir að lokum í umsögninni að Hagsmunasamtök heimilanna séu aftur á móti hlynnt því að einstaklingar geti áfram leigt eigin íbúðir þar sem þeir halda að jafnaði heimili út á skammtímaleigu einhvern hluta ársins, til dæmis í 90 daga, enda hafi slík heimagisting ekki neikvæð áhrif á framboð íbúðarhúsnæðis til heimilishalds.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Í gær

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn