fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Eyjan

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol

Eyjan
Sunnudaginn 28. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skrítið að halda því fram að leiðrétting veiðigjaldanna þannig að 1/3 hagnaðar af veiðum renni til ríkisins, eins og alltaf stóð til þegar veiðigjöldum var komið á, setji allt í kaldakol í íslenskum sjávarútvegi. Kvótakerfið og frjálst framsal felur í sér hagræðingu og samþjöppun sem gagnast þjóðarbúinu en getur verið sársaukafull fyrir fólkið í sjávarbyggðunum. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Daði Már Kristófersson-4
play-sharp-fill

Daði Már Kristófersson-4

Það var mikill slagur í vor og fram á sumar út af veiðigjaldafrumvarpinu sem nú er orðið að lögum. Útgerðin og ýmsir talsmenn útgerðarinnar, ýmsir stjórnarandstæðingar spáðu því að hér myndi allt fara í kaldakol. Öll fjárfesting í sjávarútvegi myndi þurrkast upp og og og og tækniframfarir og allt slíkt myndi bara, myndi bara stoppa. Nú, við sjáum það að í Vestmannaeyjum tók sig til útgerðarmaður og lokaði fyrirtæki sem hann keypti fyrir tveimur árum, setti togarann á sölu, sagði fólkinu upp. Ég reyndar er þeirrar skoðunar að þetta hafi alltaf staðið til vegna þess að að hann ætlar að halda kvótanum. Svo komu fréttir núna í vikunni að Guðmundur í Brim kaupir Lýsi fyrir þrjátíu milljarða. Er þetta ekki bara spurningin um það að sumir eru búskussar og öðrum fer flest vel úr hendi?

„Það má auðvitað túlka það með þeim hætti. Ég held ef þú skoðar … íslenskur sjávarútvegur er mjög vel rekinn að jafnaði. Og við nú höfum náð meiri árangri í bæði að skapa verðmæti úr takmörkuðum auðlindum og tryggja arðsemi þessara fyrirtækja. Ég sjálfur er mikill aðdáandi kvótakerfisins og held að það hafi skilað mjög miklu. Þannig það hefur auðvitað kostnað í för með sér fyrir byggðarlögin. Hreyfanleikinn á veiðiheimildunum gerir byggðarlögunum erfitt fyrir …“

Við höfum bara að horfa á þetta. Þetta hefur bara verið saga kvótakerfisins. Það er ákveðin hagræðing og samþjöppun sem skilar þjóðarbúinu miklu, en getur verið sársaukafullt á hverjum stað.

„Fyrir einstaklingana og við getum sagt að það sé kostnaðurinn af því og við höfum raunar aldrei almennilega tekist á við hann. En það sem að við allavega sjáum er, alveg eins og þú ert að segja, að frá 1984 þegar kerfið er tekið upp og sérstaklega eftir að framsalið er gefið frjálst nítján, 1990, að þá hefur orðið gríðarleg hagræðing, mikil samþjöppun, gríðarlegar breytingar. Ég er ekki viss um að Íslendingar almennt geri sér grein fyrir því að til dæmis frystitogaraflotinn okkar er orðinn bara einhver fimm skip. Var hérna í tugum. Hvað það hefur orðið mikil sjálfvirkivæðing í vinnslu á fiski, hvað nýtingin hefur batnað mikið. Öllu þessu fylgja og hefur alltaf fylgt færri störf, færri störf við veiðar, færri störf í vinnslu. Það er alveg ljóst að þeirri þróun er ekki lokið, hún mun halda áfram um einhver ókomin ár.

Ég held að það að hengja þetta utan á veiðigjöldin sé dálítið langsótt og mig langar til þess að kannski fara aðeins út í þetta sem ég vék að áðan. Viðmiðin í lögum um veiðigjald er að einn þriðji af hreinum hagnaði útgerðarfyrirtækjanna sé ráðstafað í greiðslu fyrir afnot auðlindarinnar. Tveir þriðju verða eftir hjá eigendum sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessu hefur ekki verið breytt, þetta er nákvæmlega eins. Og það að halda því fram að miða við eðlilegt verð á fiski frekar heldur en útreikning, sem fyrst og fremst á upphaf sitt í kjarasamningum sjómanna og útgerðarinnar, breyti einhverju um þessar reiknireglur finnst mér mjög sérstakt. Það er enn þá einn þriðji. Það sem við erum raunverulega að komast að í þessari aðgerð er að hlutur ríkisins var eitthvað miklu lægra heldur en einn þriðji. Hvernig það að fara úr að greiða eitthvað minna en einn þriðji yfir að greiða einn þriðja af hreinum hagnaði til samfélagsins muni gera það að verkum að þetta fari allt í kaldakol finnst mér skrítið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Vandræðagangur hjá Sjálfstæðismönnum í borginni – er Katrín svarið?

Orðið á götunni: Vandræðagangur hjá Sjálfstæðismönnum í borginni – er Katrín svarið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
Hide picture