fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. september 2025 14:37

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla vegna atviks sem varðar áfengissölu til ungmenna undir áfengiskaupaaldri í söluskála N1 í gær. Ungmennin eru nemendur við MH og voru í skólaferð um Njáluslóðir á Suðurlandi, en atvikið var kært til lögreglu. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Magnús segir í yfirlýsingu sinni að þarna hafi orðið atvik sem litið sé alvarlegum augum og gripið verði til aðgerða sem tryggi að slíkt endurtaki sig ekki. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Við hjá N1 leggjum mikla áherslu á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur.

Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur.“

Sjá einnig: Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“