Maður sem grunaður er um húsbrot í Hafnarfirði og kynferðisbrot gegn dreng á grunnskólaldri, aðfaranótt sunnudagsins 14. september, er fyrrverandi vinnufélagi móður drengsins.
Þetta herma heimildir DV. Maðurinn er talinn hafa haft nánast engin tengsl við drenginn og líklega aðeins hitt hann einu sinni, þá í fylgd með fjölskyldu sinni.
Drengurinn sem varð fyrir meintu ofbeldi mannsins er 10 ára gamall. Líkur eru taldar á því að maðurinn hafi brotið gegn honum kynferðislega en málið er í rannsókn lögreglu.
Eins og áður hefur komið fram gengur maðurinn laus en hann sat í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins í þrjá daga.
Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæinu, segir í viðtali við mbl.is að málið rannsóknin sé á byrjunarstigi en miði vel. Tekist hafi að afla nauðsynlegra sönnunargagna á fyrstu stigum málsins vegna gæsluvarðhalds mannsins.