fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. september 2025 19:30

Marta Cienkowska. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjar eru líklegir til þess að bætast í hóp þeirra Evrópuþjóða sem hyggjast sniðganga Eurovision í vor ef Ísraelsmenn fá að taka þátt. Menningarmálaráðherrann telur að Pólverjar eigi að draga sig úr keppninni.

Enn virðast þjóðir vera að bætast í hóp þeirra sem ekki ætla að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í vor ef Ísraelsmenn fá að taka þátt. Ástæðan er hernaður og þjóðarmorð Ísraela á Gaza.

Þegar hafa Íslendingar, Spánverjar, Slóvenar, Hollendingar og Írar tilkynnt að þeir hyggist ekki taka þátt verði Ísraelar með. Danir hafa tilkynnt að þátttaka þeirra sé háð því að friður verði um keppnina.

Nú virðist sem Pólverjar séu að bætast í hóp sniðgönguþjóða og kemur það ekki alveg á óvart. En talið var að bæði Pólverjar og Finnar myndu bætast í sniðgönguhópinn bráðlega.

Sjá einnig:

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

„Eurovision er viðburður sem hálf Evrópa, Ástralía og nærri allir Pólverjar eru að bíða eftir. Ég myndi mjög vilja að þetta yrði ekki að pólitískum viðburði, en að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt,“ sagði Marta Cienkowska, menningarmálaráðherra Póllands, í útvarpsviðtali hjá TOK FM.

Cienkowska ítrekaði að engin ákvörðun hefði verið tekin í ríkisstjórninni. En eins og margir muna þá var yfirlýsing menningarmálaráðherra Spánar forveri þess að Spánverjar bættust í sniðgönguhópinn. Útlit er því fyrir að Pólverjar bætist brátt í hópinn, en frestur til að tilkynna þátttöku er um miðjan desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Góð ráð varðandi hönnun – Hægt að fyrirbyggja kostnaðarsöm mistök

Góð ráð varðandi hönnun – Hægt að fyrirbyggja kostnaðarsöm mistök
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“