fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. september 2025 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn um helgina, grunaður um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði að næturlagi og brotið þar gegn barni á grunnskólaaldri.

RÚV greindi frá málinu í gær og kom þar fram að tengsl væru milli foreldra barnsins og hins grunaða, en þau væru þó ekki tengd fjölskylduböndum. Manninum var sleppt úr haldi á miðvikudaginn.

Vísir greinir nú frá því að lögregla hafi meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn hafi haft samræði við barnið, sem er sagt vera drengur á miðstigi í grunnskóla. Vísir hefur heimildir fyrir því að drengurinn hafi vaknað um miðja nótt og maðurinn þá kominn inn í herbergi hans.

Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Hildur Sunna Pálmadóttir, segir að rannsókn sé í fullum gangi og litið sé á það alvarlegum augum þó að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald. Hún vildi ekki tjá sig um hversu gamall þolandinn er en tók fram að um sé að ræða ungt barn sem er ekki að nálgast fullorðinsaldur. Rannsókn sé stutt á veg komin en samkvæmt frétt Vísis hefur þegar verið leitt í ljós að „ hræðilegir atburðir hafi átt sér stað á heimili drengsins“.

Lögregla telur að fólk þurfi ekki að óttast að maðurinn brjóti aftur af sér þó að hann gangi laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun
Fréttir
Í gær

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn
Fréttir
Í gær

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”