fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. september 2025 18:30

Það bullsýður allt á Hólmavík vegna hins umdeilda glugga. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigjandi á Hólmavík birtir mynd af gluggauppstillingu sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Sveitarstjórinn sendi bréf á leigjendur og skipaði þeim að taka uppstillinguna niður.

Í gær var greint frá því í bb.is að sveitarstjórn Strandabyggðar hefði samþykkt að leigjandi í húsinu Hnyðju á Hólmavík skildi taka niður gluggauppstillingu í síðasta lagi á morgun, 18. september.

Skilaboð um þjóðarmorð á Gaza

Um er að ræða uppstillingu sem varðar ástandið á Gaza. Með skilaboð eins og „Gaza sveltur“, „End 77 years of oppression“ og „Food has become a weapon. Gaza´s children are starving.“

Á fundinum var rætt um málið og sagði Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, að þetta snerist um hvernig nýta mætti opinbera byggingu. Það er byggingu í eigu sveitarfélagsins. Biðja þyrfti um leyfi til að hengja upp auglýsingar á borð við þessar.

Matthías Sævar Lýðsson, oddviti minnihluta, sagði að setja þyrfti ramma um hvað mætti vera sjáanlegt í húsum. Hann væri ánægður með þann hug sem sýndur væri en hryggur yfir ástæðunum.

Bréf frá sveitarstjóra

„Frægasti gluggi dagsins – í Strandabyggð,“ segir leigjandi sem birtir mynd af glugganum á samfélagsmiðlum.

Einnig birtir hann bréf sem barst frá sveitarstjóranum vegna málsins. En þar segir meðal annars:

„Nú hefur ykkur áður verið bent á að, óháð hvaða skoðanir við sem persónur höfum á grimmilegum árásum Ísraelsmanna á Palestínu og þær hörmulegu afleiðingar sem þær hafa fyrir almenning á Gasa, þá gengur ekki að setja fram áróður í glugga Hnyðju, sem er bygging í eigu Strandabyggðar. Málið var rætt lauslega á sveitarstjórnarfundi í gær og ég bið þann sem stendur fyrir þessu að fjarlægja þessar upplýsingar og muni úr glugganum, hið fyrsta,“ segir í bréfi Þorgeirs.

Vilja skilgreiningu á áróðri

Greinir leigjandinn frá því að þrýst hafi verið á leigjendur um nokkurt skeið. Það er síðan í sumar. Fyrst hafi komið tilskipun um að taka niður fána Palestínu sem hafði verið í glugganum í nokkrar vikur í júní.

Þá greinir hann frá fyrirspurnum sem hann sendi á sveitarstjórn um málið. Meðal annars hvort að sveitarstjórn líti á upplýsingamiðlun um hryllilegt þjóðarmorð í Palestínu sé „áróður“ og hvort að fáni Palestínu sé það. Einnig hvaða önnur málefni sem tengist minnihlutahópum, mannréttindabrotum eða þjóðarmorði hafi verið skilgreind sem áróður og megi ekki vera úti í glugga í húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“