fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. september 2025 16:00

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vekur við skoðun dagskrá dómstólanna að samtals átta manns stefna þar fyrirtækinu Hristingur ehf. í einkamáli. Fyrirtaka í málinu var fyrr í dag.

Hristingur rekur ísbúðina Ísbúðin okkar við Sunnumörk 2 í Hveragerði. Lögmaður allra stefnendanna í málinu er Guðmundur Birgir Ólafsson. Hann segir að málið snúist um ágreining um greidd laun. Ekki sé um háar fjárhæðir að ræða í hverju og einu tilviki. Segir hann að útlit sér fyrir að samið verði í málinu áður en til aðalmeðferðar kemur.

Helmingseigandi í Hristingi er Axel Óskar Axelsson. Hann bendir á í samtali við DV að búið sé að gera upp við tvo aðila af þeim átta sem stefndu og því standi bara sex eftir.

„Aðalatriðið er að það er verið að ná dómsátt í þeim málum. Eftir því sem mér skilst á lögmanni sem hefur verið okkur til aðstoðar í málinu, þá er hann að ná dómsátt í því. Það er fyrirtaka í dag og síðan er verið að tala um að gera sátt um málið.“

Sp: Snýst þetta um upphæð launa?

„Já, þetta snýst um vinnustundir. Fólk fer fyrirvaralaust úr vinnu, kannski til útlanda, án þess að láta okkur vita. Þá erum við allt í einu ekki með fólk í búðinni og vitum ekkert af því og svona. Síðan eru þarna til dæmis kröfur sem eru greiddar, við erum bara með kvittanir fyrir því. Síðan er náttúrulega bara VR með heila deild af fólki sem þekkir þessi lög fram og til baka. Og hrúga bara einhverju á okkur. Sumt af því á ekki við rök að styðjast, annað á við rök að styðjast og við höfum bara ákveðið að við viljum ganga til sátta og mér skilst að VR vilji gera það líka. Það er bara mjög gott.“

Varðandi það atriði að svona margir stefni fyrirtækinu bendir Óskar á að þetta sé mjög lítill hluti þeirra sem hafi starfað hjá versluninni. Í svona fyrirtæki sé fjölmargt fólk sem vinni í stuttan tíma. „Yfir sumartímann eru kannski 20 manns sem eru kannski bara í mánuði og önnur 20 manns koma í næsta mánuði. Það eru kannski 60-70 manns sem eru að vinna í búðinni á einhvern hátt.“

„Hlutfallslega á þessum tíma [sumartíma] er þetta ekki stórt,“ segir Óskar og bætir við: „Þetta er smámál.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld