Andre Onana markvörður Manchester United byrjar með látum í Tyrklandi en hann var fyrir helgi lánaður til Trabzonspor þar í landi.
Trabzonspor heimsótti Fenerbache í gærkvöldi þar sem markvörðurinn frá Kamerún var í stuði.
Onana kom til United fyrir tveimur árum og fann ekki taktinn sinn á Old Trafford.
Félagið vildi því losna við hann og tókst að lána Onana til Trabzonspor í síðustu viku en hann byrjar með látum í Tyrklandi.
Onana átti margar góðar vörslur og fær mikið lof í fjölmiðlum þar í landi.
Andre Onana vs fenerbahçe pic.twitter.com/Hq1MQ3pXCy
— Çiko61 (@kuzeyin_krali61) September 15, 2025