fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. september 2025 13:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur gert athugasemdir við áform Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að leggja fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar. Óttast Skagfirðingar meðal annars að stytting hámarkslengdar bótatímabils verði til þess að aukinn kostnaður muni lenda á sveitarfélögunum, þar með talið þeirra. En einnig er flutningur þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar frá Sauðárkróki gagnrýndur.

Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verður frumvarpið lagt fram í nóvember en áform um það eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær breytingar verða gerðar að heimilt verður að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Yfirlýt markmið áformanna er að grípa fólk fyrr en áður og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem er útsettur fyrir langtímaatvinnuleysi.

Á síðasta fundi byggðarráðs Skagafjarðar var bókun um málið rituð í fundargerð en bókunin var síðan einnig lögð fram sem umsögn í samráðsgáttinni.

Fagna og gagnrýna

Byggðarráð segist fagna markmiðunum um að grípa fyrr fólk sem misst hafi atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur sé fyrir langtímaatvinnuleysi.

Byggðarráð segir það hins vegar í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu ríkisstjórnarinnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september síðastliðinn að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað tímabundið auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hafi staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá bænum. Í öðrum landshlutum séu þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn sé, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Þessi ákvörðun sé ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafi verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.

Þegar að kemur að styttingu hámarkslengdar þess tímabils sem hægt er að fá atvinnuleysistryggingar greiddar í 18 mánuði úr 30 mánuðum minnir byggðarráð á að samkvæmt því sem fram kemur í samráðsgáttinni muni þessi stytting skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verði að fullu innleidd.

Byggðarráð segir hins vegar að líklegt sé að hluti þess fólks sem missi réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Í matsskjali um áhrif fyrirhugaðrar lagasetningar sem fylgi með gögnum í samráðsgátt komi fram að mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi enn sem komið er ekki verið lagt fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga til umsagnar. Það sé með öllu óboðlegt að svo viðamiklar breytingar séu lagðar fyrir í samráðsgátt stjórnvalda án fullnægjandi áhrifamats.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Í gær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur