fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
EyjanFastir pennar

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Eyjan
Miðvikudaginn 10. september 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar í vikunni. Í viðtali við fjölmiðla eftir kynninguna var Daði Már spurður hvert væri lykilatriði fjárlagafrumvarpsins.

Svarið var stutt og laggott: STÖÐUGLEIKI.

Þessu ber að fagna. Eftir áratuga óstöðugleika í gengi krónunnar, stöðugar hagsveiflur og langvarandi hávaxtatímabil er kominn tími til að við Íslendingar fáum loksins að kynnast kostum stöðugleika í efnahagsmálum.

Á námsárum mínum í Berlín kynntist ég þessum kostum stöðugleikans.

Á þeim sex árum sem við hjónin dvöldum þarna var kom þessi stöðugleiki fram í lágri verðbólgu, stöðugu gengi og stöðugu verðlagi á nauðsynjum og húsaleigu.

Þegar við fluttum í íbúðina okkar í Schöneberg var mánaðarleigan 320 þýsk mörk. Þegar við fluttum heim var leigan komin upp í 366 mörk. Vextir á lánum voru allan tímann um 2% og stöðugur hagvöxtur var í Þýskalandi á þessum árum.

Ég man að einn lítri af appelsínusafa kostaði um 70 pfenniga (0,7 þýsk mörk) þegar ég kom til Berlínar en um 72 pfenniga þegar við fórum þaðan sex árum síðar.

Þetta eru tvö lítil dæmi um það hvað stöðugleiki er mikilvæg forsenda fyrir lífskjörum í öllum löndum. Sem dæmi má nefna að helsti styrkleiki hagkerfisins í Sviss og aðal „útflutningsvara“ landsins er stöðugleiki. Þeir eru með stöðugan, alþjóðlegan gjaldmiðil og mikinn fyrirsjáanleika í þróun efnahagsmála. Þess vegna gengur þeim vel í Sviss.

Ég tel hins vegar að kostir stöðugleika séu stórkostlega vanmetnir í landinu okkar. Skoðum það nánar.

Það er gott að búa á Íslandi, en …

Það er stór svartur blettur á lífsgæðum okkar sem birtist í formi hinna háu vaxta sem þarf að greiða hér af húsnæðislánum. Nýleg könnun sýnir að aðeins fimmtungur ungmenna hefur ráð á því að koma sér þaki yfir höfuðið.

Þessi háu vextir gera ungu fólki á Íslandi mjög erfitt að kaupa eða leigja íbúð. Háir vextir á húsnæðislánum og verðtrygging námslána leiðir til hárrar greiðslubyrði áratugum saman, sérstaklega hjá ungu fólki sem er að stofna heimili að loknu námi.

Í dag býður Arionbanki íbúðakaupendum húsnæðislán með 9,48% breytilegum vöxtum í krónum meðan Commerzbankinn í Þýskalandi býður 3,75% vexti í evrum sem eru óbreyttir í 10 ár. Þarna munar um 4 milljónum króna í vaxtakostnað á fyrsta ári 70 milljón króna láns eða um 335 þúsund krónum á mánuði, eftir skatta.

Þetta er sú upphæð sem íslensk heimili greiða á mánuði fyrir að hafa sjálfstæðan, sveiflukenndan örgjaldmiðil í landinu!

Unga fólkið okkar á betra skilið

Við búum við dýrustu lán í Evrópu sem valda því að ungt fólk þarf að taka á sig mikla greiðslubyrði sem er langt umfram húsnæðisvexti í evrulöndum. Séu verðtryggðir vextir valdir þá þarf unga fólkið okkar að borga íbúðina sína allt að fjórum sinnum meðan jafnaldrar þeirra í Evrópu greiða hana aðeins 1,5 sinnum.

Það er bara spurning hvenær þetta unga fólk sættir sig ekki við þessi okurlán á húsnæðismarkaði og flytur til annarra landa sem bjóða betri kjör á þessari grundvallarþörf allra – þak yfir höfuðið.

Spurningin er hvers vegna við erum að bjóða ungu fólki á Íslandi upp á kjör á lánum sem setja þau í ævilangan vaxta- og vísitöluþrældóm. Þeir stjórnmálamenn sem vilja ekki breytingar á þessu ástandi ættu að hugsa betur um hag afkomenda sinna.

Þetta snýst um gjaldmiðilinn!

Öll hagkerfi á Vesturlöndum byggjast á þjónustugreinum, iðnaði og auðlindagreinum. Hlutfallið milli þessara atvinnugreina er svipaður. Eini raunverulegi munurinn á okkar hagkerfi og þeirra í evrulöndum er örgjaldmiðillinn sem við notum.

Hann veldur þessu háa álagi sem lánveitendur krefjast af krónulánum. Krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill sem krefst vaxtaálags til að vega á móti óöryggi í þróun á gengi krónunnar.

Launþegar gera skiljanlega kröfur um launahækkanir til að mæta þessum viðbótarkostnaði vegna krónunnar sem leiðir til hækkaðs verðlags á vörum og þjónustu. Verktakar krefjast hærra verðs fyrir íbúðirnar sem þeir byggja vegna hins háa vaxtakostnaðar á byggingartíma þeirra. Fyrirtækin fleyta vaxtakostnaðinum út í verðlag vöru og þjónustu.

Vaxtaálag krónunnar veldur meðal annars því að Ísland er í dag dýrasta land í heiminum hvað varðar verð á nauðsynjum almennings.

Lykilatriðið er stöðugleiki í efnahagslífinu

Almennt séð er efnahagslífið á Íslandi stöðugt.

Við fáum um 2,5 milljónir ferðamanna til landsins á hverju ári. Við veiðum um 1,5 milljón tonna af fiski og framleiðum um 850 þúsund tonn af áli á ári, ár eftir ár. Ísland ætti því að vera skólabókardæmi um stöðugleika.

Við þurfum því ekki lengur á sveigjanlegum gjaldmiðli að halda eins og við þurftum þegar hagkerfið byggðist fyrst og fremst á náttúruauðlindum. Í dag er sjávarútvegur og landbúnaður aðeins um 8% af þjóðarframleiðslunni. Um áramótin 1900 unnu um 90% landsmanna við þessa tvo atvinnuvegi sem voru háðir veðráttu og afkoman sveiflaðist eftir því.

Stöðugleiki er vanmetinn á Íslandi

Árið áður en ég fór til náms í Berlín vann ég í 12 mánuði til að eiga fyrir námskostnaði.

Um mánuði áður en ég gat skipt laununum í þýsk mörk varð mikil gengisfelling sem rýrði launin mín um þriðjung. Það voru mín fyrstu kynni af kostnaðinum við óstöðugleika krónunnar.

Svona var Ísland þá, stöðugar gengisfellingar, mikil verðbólga og sveiflur í efnahagslífinu.

Lífeyrissjóðir landsmanna urðu að engu í verðbólgunni og bankar voru oftast notaðir í pólitíska fyrirgreiðslu til flokksgæðinga. Yfir öllu þessu trónaði íslenska krónan sem rýrnaði á hverju ári með tilheyrandi eignarýrnun fyrir almenning.

Síðan hefur hagkerfið okkar tekið á sig endurteknar gengisfellingar, stöðuga verðbólgu, eitt stórt efnahagshrun sem krónan hafði mikil áhrif á.

Stöðugleikinn er í augsýn

Á námsárunum í Berlín hét ég því að leggja mitt af mörkum til að afkomendur mínir þyrftu ekki að búa við þetta ástand.

Þess vegna styð ég fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku alvöru alþjóðlegs gjaldmiðils sem nú er loks í augsýn hjá framsýnni ríkisstjórn landsins.

Fram undan eru kosningar þar sem við fáum að velja um áframhaldandi viðræður um aðild okkar að ESB. Ég hvet þig ágæti lesandi til að setja JÁ á kjörseðilinn í þeim kosningum.

Í framhaldinu munum við geta tekið upp alvöru alþjóðlegan gjaldmiðil sem mun tryggja stöðugleikann margumtalaða og færa unga fólkinu á Íslandi hagstæð vaxtakjör til frambúðar.

Höfundur er stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni. www.evropa.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann