fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra taka ekki undir með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra, að hækka þurfi lægstu laun verði örorkubætur hærri en lægstu laun.

Þetta segja Kristrún og Daði í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eins og kunnugt er kynnti Inga Sæland nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi síðastliðinn mánudag. Nýja kerfið er einfaldara, greiðslur hækka auk þess sem dregið er úr tekjutengingum og fólki gert auðveldara að vera á vinnumarkaði kjósi það svo. Um 95% þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu.

Bent var á það í Morgunblaðinu í gær að þær áhyggjur hafi verið viðraðar að frumvarpið feli í sér að sumir fái hærri tekjur á örorku en þeir höfðu á vinnumarkaði. Að sama skapi myndi það þýða tekjutap ef þeir snúa aftur á vinnumarkað.

„Ef staðan er orðin sú að örorkubætur verða hærri en til dæmis lægstu laun, þá liggur það einfaldlega fyrir að það þarf að hækka lægstu launin,“ sagði Inga á forsíðu Morgunblaðsins í gær.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við þau Kristrúnu og Daða og deila þau ekki þessari sýn Ingu.

Kristrún bendir á að ríkisstjórnin semji ekki um kaup og kjör á vinnumarkaði nema hvað opinbera starfsmenn varðar. Spurð hvort orð hennar séu ávísun á ókyrrð á vinnumarkaði segir Kristrún:

„Eins og ég segi, þá eru lágmarkslaun í landinu, það er samið um þau, en við stöndum ekki í slíkum samningum nú og ríkið er ekki að stíga með neinum hætti inn í kjarasamninga.“

Daði Már tekur í svipaðan streng og segir það ekki vera ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ákvarða lægstu laun. Þegar Daða var bent á að Inga hefði einnig nefnt að lækka þyrfti verð á nauðsynjavöru sagði hann ekkert slíkt í bígerð. „Það er ekkert slíkt til skoðunar. Við þurfum að viðhalda aðhaldsstigi ríkisfjármála,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?
Fréttir
Í gær

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Í gær

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar