fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Er Trump dauðvona? Þetta sagði hann um orðróminn í gær

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. september 2025 13:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa furðulegar sögusagnir og samsæriskenningar verið á kreiki um heilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Þessar kenningar hafa gengið mislangt og héldu sumir því fram að hann væri með lífsógnandi sjúkdóm og á meðan aðrir sögðu að forsetinn væri látinn.

Trump, sem er 79 ára, blés á þessar kenningar í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. „MÉR HEFUR ALDREI Á ÆVINNI LIÐIÐ BETUR,“ sagði hann og skrifaði með hástöfum eins og hann gerir jafnan.

Talið er að myndir af dökkum marblettum á höndum Trumps og bólgnir ökklar hans hafi komið þessum vangaveltum af stað. Þá bætti ekki úr skák að Trump kom ekkert fram opinberlega um helgina. Fór myllumerkið #whereistrump á mikið flug í kjölfarið.

Varaforsetinn, JD Vance, hellti svo enn meiri olíu á samsæriskenningabálið þegar hann sagði við USA Today að hann væri meira en tilbúinn að stíga inn fyrir Trump ef eitthvað kæmi fyrir.

Vangaveltunum var svo hrundið af blaðamanninum Barak Ravik hjá Axios sem greindi frá því að embættismaður hefði staðfest að forsetinn væri við góða heilsu. Trump sást fyrir utan Hvíta húsið í gær og var hann klæddur í svartar buxur, svartan bol og með hvíta húfu á höfðinu.

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, upplýsti í júlí síðastliðnum að Trump væri með langvinna bláæðabólgu sem hefði meðal annars orsakað væga bólgu í fótleggjum. Sagði læknir forsetans í minnisblaði að um væri að ræða meinlausan og algengan kvilla meðal eldra fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rannsókn lögreglu á meintum níðingi á Múlaborg: „Við erum að skoða ýmislegt“

Rannsókn lögreglu á meintum níðingi á Múlaborg: „Við erum að skoða ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“
Fréttir
Í gær

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“
Fréttir
Í gær

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“