fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Hraðbankaþjófur úrskurðaður í síbrotagæslu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 24. september, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Maðurinn hefur játað sök sína og gengur rannsókn lögreglunnar á málinu vel, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Hraðbankinn fannst í umdæminu í fyrradag með peningana innanborðs. Fólksbifreið sem leitað var að í þágu rannsóknarinnar er sömuleiðis fundin.

Við rannsókn málsins hafa borist ýmsar ábendingar, ekki síst myndefni frá almenningi, og fyrir það vill lögreglan þakka sérstaklega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli