fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fréttir

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 13:30

Öldurnar gengu upp á malbik. Mynd/Hlíf Ingibjörnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögumaður sem fór með hóp í Reynisfjöru í morgun furðar sig á að fjaran hafi verið opin og merkingin aðeins „miðlungshætta“. Veðrið hafi verið kolvitlaust og aldan gengið alveg upp á malbik.

„Ég myndi frekar líta það ábyrgðarhluta að loka ekki hliðinu og breyta ekki ljósinu,“ segir Hlíf Ingibjörnsdóttir, leiðsögumaður. Hún var í Reynisfjöru í morgun, um klukkan 8:20, með 17 manna hóp ferðamanna.

„Í morgun var mikil undiralda því það er búið að vera brjálað rok síðan í gær. Ég fór ekki yfir Reynisfjall í gær því það voru 22 metrar á sekúndu í hviðum. Svo var líka flóð. Þegar ég sneri mér við til að fara í burtu kom alda alveg upp á malbikið,“ segir Hlíf. En hún fer mjög reglulega með hópa í Reynisfjöru og þekkir aðstæður á svæðinu mjög vel.

Flott kerfi en enginn að stjórna því

Hlíf stóð ekki á saman og ákvað að hringja í Neyðarlínuna 112 og þaðan fékk hún samband við lögreglu. Hjá lögreglu hafi hún fengið þau svör að á síðasta fundi um málið hafi enginn vilja taka að sér ábyrgðina að dæma hvenær ætti að loka og hvenær ekki. Það sé sem sagt komið upp rosalega flott kerfi en enginn til að stjórna því.

Hlíf hringdi í lögregluna en fékk skrýtin svör.

„Persónulega finnst mér að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér en þegar aðstæður eru augljóslega svona hættulegar þá þarf að loka þessu,“ segir Hlíf.

Heimafólk þekki aðstæður

Hún segir að sem betur fer hafi ekki verið komið mikið af fólki en flest fólk mætir upp úr klukkan 9:00. Hún segir líka að aðstæður þarna geti verið mjög blekkjandi.

Viðvörunarskilti í Reynisfjöru. Mynd/Hlíf Ingibjörnsdóttir

„Við heimafólk vitum að það var sunnanátt í gær þannig að aldan er stór þó hún virðist ekki vera það. Við vitum líka að þegar blæs norðanátt þá er ekki alveg eins hættulegt þó það sé undiralda. Það þarf einhvern sem þekkir aðstæðurnar og hvenær þessi ólagsalda kemur,“ segir hún. „Það er virkilega vont veður þarna.“

Villandi skilti

Hún segir gott að björgunarhringurinn sé aftur kominn þó að hann hafi ekki alltaf sýnt gildi sitt. Þá nefnir hún að skiltið sé villandi fyrir suma ferðamenn og mætti vera miklu skýrara. Á skiltinu standi „sneaker wave“ en ekki „sneaky wave“ eins og það ætti að vera. Sumt fólkið hennar hafi ekki skilið þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Í gær

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár
Fréttir
Í gær

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um fyrsta skref friðarsamkomulags Ísraels og Hamas

Þetta vitum við um fyrsta skref friðarsamkomulags Ísraels og Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn neitaði að trúa því að hann hefði ekki búið frítt í Airbnb-íbúð

Skatturinn neitaði að trúa því að hann hefði ekki búið frítt í Airbnb-íbúð