„Eitt mest spennandi, en líka eitt erfiðasta, starf í fjölmiðlum er laust til umsóknar: starfið mitt! Eftir átta ár í Kveik, 121 þátt – og tólf ár þar á undan í öðrum spennandi og strembnum störfum á RÚV – fann ég áþreifanlega í sumar að það væri komið gott. Ég hefði ekki orku í að keyra á 120% – og að ritstýra Kveik (eða bara vera í ritstjórninni) er þannig starf.”
Ingólfur segist hafa rætt málið við Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóra RÚV, og hann samþykkt ósk hans um að láta af störfum sem ritstjóri Kveiks.
„Það tengist engu drama, engum skandal, bara því að ég er búinn með batteríið. Ég ætla aðeins að hlaða og mæta með fulla hleðslu til starfa á RÚV þegar líður á veturinn – svo að hvorki RÚV né þau sem hlusta, horfa og lesa eru laus við mig enn,” segir hann.
Kveikur mun halda áfram í haust og hefja þættirnir göngu sína þegar liðið verður á september.