fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Ingólfur Bjarni hættir sem ritstjóri Kveiks

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 11:37

Ingólfur Bjarni lætur staðar numið sem ritstjóri Kveiks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Bjarni Sigfússon hefur sagt starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Ingólfur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Eitt mest spennandi, en líka eitt erfiðasta, starf í fjölmiðlum er laust til umsóknar: starfið mitt! Eftir átta ár í Kveik, 121 þátt – og tólf ár þar á undan í öðrum spennandi og strembnum störfum á RÚV – fann ég áþreifanlega í sumar að það væri komið gott. Ég hefði ekki orku í að keyra á 120% – og að ritstýra Kveik (eða bara vera í ritstjórninni) er þannig starf.”

Ingólfur segist hafa rætt málið við Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóra RÚV, og hann samþykkt ósk hans um að láta af störfum sem ritstjóri Kveiks.

„Það tengist engu drama, engum skandal, bara því að ég er búinn með batteríið. Ég ætla aðeins að hlaða og mæta með fulla hleðslu til starfa á RÚV þegar líður á veturinn – svo að hvorki RÚV né þau sem hlusta, horfa og lesa eru laus við mig enn,” segir hann.

Kveikur mun halda áfram í haust og hefja þættirnir göngu sína þegar liðið verður á september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Í gær

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald