fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur, rektor Háskóla Íslands, verði vikið úr starfi.

„Það er ótrúlegt að heyra um framferði ofstækismanna í Háskóla Íslands þegar hleypt var upp fundi þar fyrir skemmstu,” segir Jón Steinar í færslu á Facebook-síðu sinni.

Vísar hann í atvik sem átti sér stað í Háskóla Íslands fyrr í þessum mánuði þegar ísraelski hagfræðiprófessorinn Gil Epstein ætlaði að halda fyrirlestur um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál. Mótmælendur komu í veg fyrir að fyrirlesturinn gæti farið fram og var Ingólfur Gíslason, lektor við HÍ, einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum.

„Það er eins og þessir ofstækismenn séu komnir aftan úr forneskju í aðgerðum sínum gegn tjáningarfrelsi hér á landi. Framferði þeirra er ósæmilegt á alla mælikvarða. Viðbrögð yfirvalda í Háskólanum eru ennþá verri. Rektor Háskóla Íslands ætti auðvitað að ganga fremstur í að fordæma þessa árás á tjáningarfrelsi á vettvangi skólans. En frá honum hefur hvorki heyrst hósti né stuna,“ segir Jón Steinar og vísar í leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um málið.

„Þar er sagt flest sem segja þarf um málið. Eitt vantar þó í frásögn blaðsins. Það er krafa um að rektor skólans, sem nýlega hefur tekið við störfum með hátíðlegum yfirlýsingum um tjáningarfrelsi á vettvangi skólans, verði þegar í stað vikið úr starfi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa allra þeirra sem segjast styðja tjáningarfrelsi að víkja beri þessum æðsta yfirmanni skólans þegar í stað úr starfi, því hann beitir hér sýnilega þögninni til samþykkis við þessu ofbeldisverki. Í húfi er virðing Háskóla Íslands.“

Færsla Jóns Steinars hefur vakið nokkra athygli og sitt sýnist hverjum. Sigurður Már Jónsson spyr hvort ekki sé full bratt að kalla eftir afsögn rektors þó sannarlega sé kallað eftir yfirlýsingu hennar.

„Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara. Máltækið segir að þögn sé sama og samþykki. Ertu Sigurður á því að rektor sem samþykkir svona framferði innan skólans eigi bara að sitja áfram? Við erum hér á landi alltof lin í að láta embættismenn taka ábyrgð á sjálfum sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Í gær

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Í gær

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu