fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur, rektor Háskóla Íslands, verði vikið úr starfi.

„Það er ótrúlegt að heyra um framferði ofstækismanna í Háskóla Íslands þegar hleypt var upp fundi þar fyrir skemmstu,” segir Jón Steinar í færslu á Facebook-síðu sinni.

Vísar hann í atvik sem átti sér stað í Háskóla Íslands fyrr í þessum mánuði þegar ísraelski hagfræðiprófessorinn Gil Epstein ætlaði að halda fyrirlestur um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál. Mótmælendur komu í veg fyrir að fyrirlesturinn gæti farið fram og var Ingólfur Gíslason, lektor við HÍ, einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum.

„Það er eins og þessir ofstækismenn séu komnir aftan úr forneskju í aðgerðum sínum gegn tjáningarfrelsi hér á landi. Framferði þeirra er ósæmilegt á alla mælikvarða. Viðbrögð yfirvalda í Háskólanum eru ennþá verri. Rektor Háskóla Íslands ætti auðvitað að ganga fremstur í að fordæma þessa árás á tjáningarfrelsi á vettvangi skólans. En frá honum hefur hvorki heyrst hósti né stuna,“ segir Jón Steinar og vísar í leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um málið.

„Þar er sagt flest sem segja þarf um málið. Eitt vantar þó í frásögn blaðsins. Það er krafa um að rektor skólans, sem nýlega hefur tekið við störfum með hátíðlegum yfirlýsingum um tjáningarfrelsi á vettvangi skólans, verði þegar í stað vikið úr starfi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa allra þeirra sem segjast styðja tjáningarfrelsi að víkja beri þessum æðsta yfirmanni skólans þegar í stað úr starfi, því hann beitir hér sýnilega þögninni til samþykkis við þessu ofbeldisverki. Í húfi er virðing Háskóla Íslands.“

Færsla Jóns Steinars hefur vakið nokkra athygli og sitt sýnist hverjum. Sigurður Már Jónsson spyr hvort ekki sé full bratt að kalla eftir afsögn rektors þó sannarlega sé kallað eftir yfirlýsingu hennar.

„Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara. Máltækið segir að þögn sé sama og samþykki. Ertu Sigurður á því að rektor sem samþykkir svona framferði innan skólans eigi bara að sitja áfram? Við erum hér á landi alltof lin í að láta embættismenn taka ábyrgð á sjálfum sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast