fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 03:11

Trumpfjölskyldan þénar vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21,7 milljarður dollara. Það er upphæðin sem Trump-fjölskyldan hefur þénað á fyrra kjörtímabili hans sem forseta og á þeim tíma sem er liðinn af síðara kjörtímabilinu.

The New Yorker skýrir frá þessu og segir að í nýrri skýrslu komi fram að fjölskyldan hafi meðal annars hagnast á sölu MAGA-varnings, fjárfestingum, hótel- og veitingahúsarekstri, fjölmiðlum og Mar-a-Lago, heimili Trump, í Flórída.

En stærsti hluti peninganna kemur frá rafmyntum eða 15,1 milljarður.

Trump setti sína eigin rafmynt á markað rétt áður en hann tók við forsetaembættinu. Um fimmti hver háttsettur embættismaður í stjórn Trump á mikið af rafmynt forsetans í dag samkvæmt umfjöllun The Washington Post í júlí.

Hvíta húsið hefur vísað staðhæfingum um að Trump hafi hagnast vel á því að sitja á forsetastóli á bug og segir þetta vera „fáránlegt“ að sögn The Independent.

„Trump-fjölskyldan nýtur mikillar virðingar fyrir að fara alltaf að lögum varðandi viðskipti, algjörlega gagnstætt fyrrum forsetum eins og til dæmis Biden-fjölskyldunni. Trump hefur alltaf verið heiðarlegur og lagt áherslu á gagnsæi og það er ástæðan fyrir að hann er og hefur alltaf verið opinn fyrir því að deila upplýsingum um fjármál sín,“ sagði Karoline Leavitt, talsmaður Hvíta hússins, varðandi nýju skýrsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“