fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á landi er há umræða um bílastæðagjöld við flestar náttúruperlur landsins, fyrirbæri sem er frekar nýlegt og allir þurfa að greiða, ferðamenn sem heimamenn. 

Vinsælir ferðamannastaðir í evrópskum borgum berjast gegn fjöldaferðamennsku með því að leggja fáránlegar en dýrar sektir, sumar þeirra rokháara, á gesti sem þeir telja sýna borginni og menningunni vanvirðingu.

Að vera í töfflum, svokölluðum flip-flops, við akstur, að fjarlægja skel eða stein af ströndinni og losa um öryggisbeltið áður en flugvélin stöðvar, er athæfi sem getur kostað ferðamanninn, eins og New York Post greinir frá. 

Þeir sem klæðast sundfötum við ströndina í borgunum Barcelona, Albufeira, Split, Sorrento, Cannes og Feneyjum gætu átt yfir höfði sér allt að 1.747 dala sekt, samkvæmt BBC.

Á Mallorca, Ibiza, Magaluf og Kanaríeyjum getur það kostað ferðamenn 3.495 dali að drekka áfengi á götunni á almannafæri og á Spáni getur það kostað 291 dala að láta handklæðið halda sólstólnum of lengi fráteknum.

Spánn, Grikkland, Ítalía, Frakkland og Portúgal eru lönd sem hafa gripið til aðgerða gegn unnendum flip-flops sem klæðast þeim um leið og þeir keyra, sektin ef gripinn er 349 dalir.

Grikkland refsar þeim sem fjarlægja skel eða steina með því að láta þá greiða 1.165 dali og ef þú syndir í skurði í Feneyjum skaltu vera tilbúinn að láta strauja kortið fyrir 407 dali.

 „Heimamenn eru komnir með nóg,“ sagði Birgitta Spee-König, ferðamálafulltrúi, við fjölmiðla.

„Þessar sektir eru merki um að samfélögin vilja endurheimta rými fyrir heimamenn. Það er ekki það að ferðamenn séu slæmir,  það er frekar að umburðarlyndið sé horfið. Og það er mikilvægt að hafa í huga að ekki eru allar sektir refsing, sumar eru kröfur um virðingu.“

Ferðamenn á Santorini á Ítalíu.

Borgir ganga jafnvel svo langt að hefja markaðsherferðir sem útskýra hvað er ólöglegt.

Ný 10 punkta herferð, Bættu dvöl þína (e. Improve Your Stay) var kynnt í strætisvögnum og auglýsingaskiltum í Malaga á Spáni. Skiltin lýsa því hvað svæðið væntir af gestum sínum, að þeir klæðist smekklega og forðist rusl, hávaða og kæruleysi á vespum eða eiga ellegar 873 dala sekt í vændum.

Albufeira setti einnig upp skilti á almannafæri þar sem útskýrt var hvaða sektir eru fyrir hluti sem ferðamenn mega ekki gera á almannafæri, eins og að stunda kynlíf, pissa, elda eða jafnvel tjalda.

Yfirvöld verja strangar reglur, sem lögreglumenn framfylgja, með því að segja að þær hafi verið settar til að vernda heimamenn, sem og virðulega ferðamenn sem vilja njóta frísins.

„Reglurnar, þótt þær hljómi strangar og refsiverðar þegar þær eru taldar upp, snúast allar um að hvetja til ábyrgra og samkenndra ferðalaga,“ sagði Jessica Harvey Taylor, yfirmaður fjölmiðla hjá spænsku ferðamálaskrifstofunni í London, við BBC.

„Þær eru hannaðar til að vernda fríupplifun langflestra þeirra sem hegða sér á ábyrgan hátt í fríi.“

Juan Antonio Amengual, borgarstjóri Calvià á Mallorca, tók undir þetta í ræðu fyrr á þessu ári.

„Við verðum að bregðast við með tvær meginhugmyndir í huga: verndun og varðveislu umhverfisins; og að tryggja að ferðaþjónusta sé í sátt við samfélag okkar.

Ferðaþjónusta má ekki vera byrði fyrir borgarana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“