fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. ágúst 2025 19:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Spicer sem var blaðafulltrúi Hvíta hússins á fyrstu sex mánuðum fyrri forsetatíðar Donald Trump, frá 2017-2021, í Bandaríkjunum varar forsetann eindregið við því að náða hina alræmdu Ghislaine Maxwell. Spicer segir að eini möguleikinn á því að þetta verði að veruleika sé ef núverandi aðstoðarmenn forsetans hreinlega afvegaleiði hann eða ljúgi að honum til að fá þessu framgengt.

Maxwell var eins og mörgum er kunnugt unnusta og samverkakona kynferðisbrotamannsins heimsfræga Jeffrey Epstein en Trump og hann voru lengi vinir. Mál tengd Epstein hafa reynst Trump erfið og mörgum stuðningsmönnum hans hefur reynst erfitt að skilja tregðu Trump-stjórnarinnar við að birta hin margumræddu Epstein-skjöl. Fullyrðingar um að Trump hafi eitthvað að fela varðandi tengsl sín við Epstein hafa verið lífseigar en á móti hefur verið bent á að í upphafi þessarar aldar sinnaðist þeim en Epstein lést árið 2019 í fangelsi.

Maxwell afplánar nú 20 ára fangelsisdóm meðal annars fyrir mansal en aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu hitti hana nýlega og hún hefur verið flutt í fangelsi með minni öryggisgæslu. Talið er víst að hún vilji að Trump náði hana í staðinn fyrir að hún sýni embættismönnum hans samvinnu. Trump hefur ekki útilokað það en segist ekki hafa hugleitt slíkt og bætir við að hann hafi sannarlega vald til að gera það.

Áhyggjur

Í umfjöllun Daily Beast er vitnað í nýlegt hlaðvarpsviðtal við Sean Spicer. Þar sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að Trump muni náða Ghislaine Maxwell og það væri raunverulegur möguleiki á því að aðstoðarmenn forsetans afvegaleiði hann í því skyni.

Sean Spicer þegar hann starfaði fyrir Donald Trump árið 2017. Mynd/Skjáskot-Youtube

Spicer spáir því að verði náðunin að veruleika muni það valda almennri hneysklan. Þetta muni forsetinn þó líklega aðeins gera ef aðstoðarmenn hans sannfæri hann um að það geti komið sér vel pólitískt séð. Hver sá sem reyni það sé hins vegar að ljúga að forsetanum.

Spicer telur að náðun Maxwell myndi valda almennri reiði og hann voni innilega að enginn af aðstoðarmönnum Trump sé að reyna að sannfæra hann um annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina