Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var þegar hann var starfaði sem verktaki hjá embættinu sakaður um kynferðislega áreitni.
Þetta kemur fram í frétt MBL.is.
Fram kemur í fréttinni að meint áreitni hafi átt sér stað í fræðslu- skemmtiferð embættisins í Vestmannaeyjum árið 2022. Aðalsteinn Leifsson þáverandi ríkissáttasemjari færði ekkert um málið til bókar í skjalakerfi embættisins. Tveir einstaklingar munu hafa kvartað undan hegðun Ástráðar í ferðinni en aðeins annar þeirra með formlegum hætti.
Þegar í ljós kom fyrr á þessu ári að Aðalsteinn hefði ekkert fært til bókar um málið var kvartað til félagsmálaráðuneytisins en málið mun vera í vinnslu þar. Ástráður hefur ekki verið kallaður til fundar vegna málsins en tjáði MBL að hann teldi því hafa lokið með afsökunarbeiðni af sinni hálfu.
Samkvæmt heimildum MBL fólst hin meinta áreitni hálfu Ástráðar í ósæmilegri hegðun þar sem farið hafi verið yfir eðlileg mörk með óæskilegum snertingum.