fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 21:30

Frá Gufunesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrýst var á yngsta sakborninginn í Gufunesmálinu að taka á sig alla sökina í málinu. Það er að hafa misþyrmt manni á sjötugsaldri svo illa að hann lést í mars síðastliðnum.

Þetta kemur fram hjá RÚV.

Segir að annar sakborningur í málinu hafi reynt að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Einnig að verjandi piltsins hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana á heimili sínu.

Fimm eru ákærð, þar af þrír menn fyrir manndráp á manninum, sem var numinn á brott frá Þorlákshöfn og skilinn eftir í Gufunesi. Tveir þeirra eiga sakaferil að baki, en ekki hinn 19 ára gamli. Hin tvö eru ákærð fyrir frelsissviptingu, rán og peningaþvætti.

Í bréfi sem fannst á útivistarsvæði fanga á Hólmsheiði og annar sakborningur skrifaði er pilturinn beðinn að taka á sig alla sök. Sagt er að vegna aldurs síns muni hann ekki fá þungan dóm, 18 mánuði í mesta lagi segir í bréfinu. Hann kæmi út sem „legend“ ef hann myndi taka þetta á sig. Að lokum er honum sagt að kveikja í bréfinu. Það voru hins vegar fangaverðir sem fundu bréfið.

Einnig kemur fram í frétt RÚV að reynt hafi verið að hafa áhrif á piltinn í gegnum nána aðstandendur. Meðal annars að skipta um lögmann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“