fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 19:30

Lee var 41 árs og skilur eftir sig unnustu og son. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem féll til bana á Oasis tónleikunum á Wembley leikvanginum á laugardag hét Lee Claydon. Söfnun er hafin fyrir fjölskyldu Lee sem skilur eftir sig son og unnustu.

The Sun og fleiri bresk dagblöð greina frá þessu í dag.

Meðlimir hljómsveitarinnar Oasis og tónleikagestir voru slegnir eftir að einn aðdáandi féll fram af svölum á Wembley leikvanginum í London á laugardag og lést. Hæðin var talsverð mikil og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Nú hefur verið greint frá því að maðurinn hét Lee Claydon, 41 árs fjölskyldufaðir og aðdáandi Oasis til áratuga. Hefur verið sett á laggirnar söfnun fyrir fjölskyldu hans á síðunni Gofundme.

„Fjölskylda okkar er í molum og við eigum erfitt með að takast á við þetta hryllilega og óvænta áfall,“ segir Aaron Claydon, bróðir Lee, á síðunni. „Lee skilur eftir sig son, föður, maka, bræður, systur, frændur og frænkur. Lee var ástsæll fjölskyldumaður, fyrirmynd sonar síns og elskaður svo heitt af allri fjölskyldunni. Lee hefði gert svo mikið fyrir hvert okkar og hann var tekinn allt of snemma frá okkur og við munum sakna hans svo heitt.“

Þegar þetta er skrifað hafa safnast um 2400 pund (400 þúsund krónur) af 4000 punda takmarki, það er 61 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála