fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Ölvaður farþegi olli miklum skemmdum í ökuferð á flugstöð

Pressan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölvaður ferðamaður gerði sér lítið fyrir á Buffalo Niagara-alþjóðaflugvellinum í New York, þar sem hann stal golfbíl og lagði síðan af stað í aksturferð um flugstöðina skelfdum ferðalöngum og starfsmönnum til hrellingar.

Kevin Sinning 29 ára frá Wyoming er sakaður um að hafa stolið rafmagnsgolfbíl og keyrt rétt fyrir klukkan eitt að nóttu þann 28. júlí, samkvæmt yfirvöldum.

Sinning náðist á myndband þar sem sjá má hann keyra rúllustíg og brjóta þar glervegg. Hann keyrir síðan inn í endann á ganginum áður en hann snýr til baka og keyrir inn á annan rúllustíg, á meðan starfsmenn kalla á hann að hætta.

„Ég held að hann sé ölvaður,“ má heyra eitt vitni segja í myndbandinu,

„Það var augljóst að eitthvað var ekki í lagi með hann,“ sagði vitnið Tom Brennon við WGRZ. „Hann var ekki að bregðast við köllum og fólkinu sem sagði honum að hætta. Hann hunsaði algerlega fólkið í kringum sig.“

Að sögn yfirvalda olli Sinning miklum skemmdum með athæfi sínu. Hann var handtekinn og kærður fyrir fyrir glæpsamlegt skemmdarverk, óspektir, vörslu stolinna eigna, ónæði og stórfelldan þjófnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?