fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 13:30

Ali Khamenei æðstiklerkur í Íran. Mynd:Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér áhættumat á fjármögnun gereyðingarvopna hér á landi. Megin niðurstaða matsins er að engar vísbendingar hafi komið fram um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað á Íslandi, né heldur um brot, aðgerðarleysi eða sniðgöngu á alþjóðlegum þvingunaraðgerðum í tengslum við slík vopn. Tvö ríki sem sæta slíkum aðgerðum, Íran og Norður-Kórea, eru tekin fyrir. Hvað varðar hið fyrrnefnda er niðurstaðan að lítil hætta sé á að það fjármagni gereyðingarvopn á Íslandi, eða nýti Ísland til að brjóta eða sniðganga alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Þó er tekið fram í skýrslunni að á Íslandi sé til staðar hópur Írana sem geti verið útsettur fyrir slíkri áhættu, háskólanemar.

Bent er á í áhættumatinu að á síðustu árum hafi írönskum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað. Þeir hafi verið 220 árið 2021 en 330 árið 2024 en á þessu sama tímabili hafi 30 Íranir fengið íslenskan ríkisborgararétt.

Minnt er á að Íran sé hvorki með sendiráð né ræðismann á Íslandi, og hið sama eigi við um Ísland gagnvart Íran. Danska sendiráðið í Íran gefi út vegabréfsáritanir fyrir hönd Íslands. Af þeim ríflega 100 umsóknum sem borist hafi á árunum 2021-2024 hafi um helmingi verið synjað. Ekki liggi fyrir upplýsingar um ástæður einstaka synjana þar sem Danir taki ákvörðun um veitingu eða synjun án aðkomu Íslands. Aftur á móti sé vegabréfsáritun synjað ef ferðagögn sé fölsuð, upplýsingar um ástæður ferðar og endurkomu skorti og ferða-heilbrigðis tryggingar séu ófullnægjandi eða aðili sé talinn möguleg ógn.

Háskólar

Segir enn fremur í áhættumatinu að árlega á tímabilinu 2021-2024 hafi verið að jafnaði í kringum 30 íranskir ríkisborgarar skráðir í íslenska háskóla. Stór hluti nemenda hafi lagt stund á íslensku sem annað tungumál eða raunvísindi.

Tekið er fram að engin mál varðandi Íran eða íranska ríkisborgara hafi komið upp hjá lögreglu, Skrifstofu fjármálagreininga lögreglu, Fjármálaeftirliti Seðlabankans eða Skattinum varðandi mögulega fjármögnun gereyðingarvopna eða brot, aðgerðarleysi eða sniðgöngu á alþjóðlegum þvingunaraðgerðum, síðan árið 2021.

Minnt er á  að tengslin á milli Íslands og Íran séu lítil. Ísland sé einnig landfræðilega fjarri Íran, sem dragi að einhverju leyti úr mögulegri útsetningu á áhættu á að Íranir noti Ísland til að fjármagna gereyðingarvopn eða til að komast undan þvingunaraðgerðum þeim tengdum. Útsetning slíkrar áhættu sé helst talin tengjast fjölda íranskra háskólanema hér á landi, sem eins og áður segir hafa verið um 30 á hverju ári, undanfarin ár. Til séu erlend dæmi þar sem nám einstaklinga sé greitt af hópum sem afli gereyðingarvopna. Sömuleiðis sé nátengt þessu að áhættuvitund íslenskra háskóla varðandi mögulegar tengingar erlendra nemenda við brot á þvingunaraðgerðum sé ábótavant.

Í lok kaflans í áhættumatinu um Íran er þó niðurstaðan sú að áhættan af því að landið fjármagni gereyðingarvopn á Íslandi, eða nýti Ísland til að brjóta eða sniðganga alþjóðlegar þvingunaraðgerðir á Íslandi, sé lítil.

Nánar er hægt að kynna sér áhættumatið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“