fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 26. júlí 2025 12:05

Skjáskot úr myndbandi úr eftirlitsmyndavél Fraktlausna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn fóru í fyrrinótt inn á athafnasvæði flutningafyrirtækisins Fraktlausna við Héðinsgötu í Reykjavík og stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu með því að dæla henni úr tanki eins af flutningabílum fyrirtækisins. Tekist hefur að bera kennsl á að minnsta kosti einn þjófana en fleiri aðilar hafa orðið fyrir barðinu á honum og félögum hans en hópurinn hefur verið bendlaður við bíl sem fjarlægður var af Miklubraut en í honum var fjöldi brúsa sem allir voru fullir af bensíni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fraktlausnir hafa orðið fyrir þjófnaði af þessu tagi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lýsir yfir töluverðri óánægju með viðbrögð lögreglu hingað til.

Greint er frá þjófnaðinum í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins og birt myndband úr öryggismyndavél á svæðinu:

„Þeir dunduðu sér við að taka nokkuð hundruð lítra af einum af okkar bílum. Þeir komu á tveimur bílum alls 4 menn, 2 stóðu vörð og 2 dældu af.“

Segir enn fremur í færslunni að nú verði fyrirtækið að auka vöktun á sínum myndavélum og öðrum vöktunartækjum í von um að ná í skottið á mönnunum.

Í athugasemdum við færsluna bera nokkrir kennsl á þann bíl þjófanna sem sést í myndbandinu en einn þeirra sést fjarlægja skráningarnúmerið af bílnum á meðan aðrir í hópnum dæla olíunni af flutningabílnum. Einn aðili segist í athugasemd hafa einnig orðið fyrir þjófnaði á olíu- og bensínbrúsum frá mönnum sem hafi verið á sama bíl og birtir skjáskot úr eftirlitsmyndavél því til stuðnings og af skráningarupplýsingum bifreiðarinnar sem er af tegundinni Skoda Octavia. Segist viðkomandi hafa lagt fram kæru en lítið hafi komið út úr því hingað til.

Ekki í fyrsta sinn

Í samtali við DV segir Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið hafi orðið fyrir þjófnaði af þessu tagi. Þess vegna hafi verið ákveðið að setja upp öryggismyndavélar og vera með gæslu á nóttunni:

„Til að reyna ná í skottið á þessum mönnum.“

Eins og áður segir hefur tekist að bera kennsl á bíl þjófanna sem sést í myndbandinu og þar með skráðan eiganda hans. Samkvæmt skráningarupplýsingum bílsins er hann árgerð 2007 en frestur sem veittur var til að fara með hann í skoðun rann út í lok síðasta mánaðar. Skráður eigandi er skráður með lögheimili í fjölbýlishúsi í Norðurmýrinni í Reykjavík.

Arnar Þór segir í samtalinu við DV að kæra verði lögð fram á hendur manninum eftir helgi en fyrirtækið hafi áður kært þjófnaði en ekkert hafi komið út úr því. Maðurinn og samverkamenn hans hafi áður verið kærðir fyrir þjófnaði en árangurinn hafi enginn verið.

Milljónir

Arnar Þór er ekki sáttur við viðbrögð lögreglu vegna þeirra þjófnaða sem fyrirtækið hefur orðið fyrir áður en kom að þessum í fyrrinótt. Hann segir fyrirtækið hafa lagt út í kostnað sem nemi milljónum króna við að koma upp eftirlitsmyndavélum og auka gæslu á svæðinu. Hann virðist ekki vera bjartsýnn á viðbrögð lögreglu vegna kærunnar sem lögð verður fram eftir helgi:

„Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið heldur skiptir öllu máli að stoppa menn sem eru með filmur í rúðum eða of mörg ljós.“

Í athugasemdum við færsluna á Facebook-síðu Fraktlausna spyr einn aðili af hverju hafi ekki verið brugðið á það ráð að læsa olíutönkunum á flutningabílunum yfir nóttina en fær þau svör að sé það gert muni þjófar einfaldlega bora gat á tankinn og þá sé skárra að tapa bara olíunni en ekki taknum líka.

Þegar kemur að tilgangi þjófnaðarins má telja líklegt að hann sé að selja díselolíuna sem stolið var. Fullyrt er í athugasemdum við færslu Fraktlausna að sami hópur hafi borið ábyrgð á bíl sem stóð í töluverðan tíma við Miklubraut og búið var af fylla af stútfullum bensínbrúsum. Bíllinn var loks fjarlægður eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en íbúi við götuna hafði lýst yfir miklum áhyggjum af eld- og sprengihættu vegna bílsins. Því virðist umræddur hópur vera stórtækur í þjófnaði á bensíni og díeselolíu.

Fram kemur einnig í athugasemdunum að Fraktlausnir hyggi á að flytja starfsemi sína í Hafnarfjörð og þar geti það haft bíla sína í lokuðu porti en fleiri fyrirtæki eru með starfsemi á svæðinu við Héðinsgötu þar sem fyrirtækið er staðsett. Vonast er til að eftir flutningana verði Fraktlausnir óhultari fyrir þjófum.

Myndband úr eftirlitsmyndavél fyrirtækisins þar sem sjá má þjófana athafna sig má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Hide picture