fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Konan sem tók myndbandið á Coldplay tónleikunum tjáir sig – Greinir frá upphæðinni sem hún hefur grætt

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. júlí 2025 19:30

Springer bjóst ekki við athyglinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fá myndbönd hafa farið á jafn mikið flug og upptakan af framhjáhaldsparinu á Coldplay tónleikunum nýverið. Um 120 milljónir hafa horft á upprunalega myndbandið á TikTok og endalaus afrit og grínútgáfur hafa verið gerðar.

Í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV greinir Grace Springer, 28 ára gömul kona sem tók upp myndbandið á Gillette leikvanginum í Boston, frá því að hún hafi ekki fengið einn eyri fyrir myndbandið.

„Ég var að vonast eftir því að sjá sjálfa mig á stóra skjánum og ég elska að festa svona stundir á filmu, það er ástæðan fyrir því að ég var að mynda þetta,“ segir Springer.

Eins og flestir vita var um að ræða svokallaða „kyssumyndavél“, það er þegar myndavél er beint að pari sem oftar en ekki kyssist í kjölfarið. Þegar myndavélinni var beint að Andy Byron og Kristin Cabot kom á þau fát, enda voru að eiga í ástarsambandi fram hjá mökum sínum. Bæði voru þau stjórnendur hjá gervigreindarfyrirtækinu Astronomer en Andy, sem var forstjóri, hefur nú sagt af sér.

Sjá einnig:

Coldplay-hneykslið sagt vera „stærsti skandall í sögu internetsins“ – Svikull eiginmaðurinn fúll út í hljómsveitina

„Það voru meira en 50 þúsund manns á tónleikunum og allir tóku eftir þessu. En það var ekki fyrr en eftir tónleikana sem ég leit aftur á efnið með vinum mínum og sá þá hversu illa þetta leit út,“ segir Springer.

Aðspurð hvort hún myndi birta þetta aftur, vitandi af afleiðingunum fyrir fólkið, segir hún að einhver annar hefði hvort eð er gert það.

„Ég finn til með Megan, eiginkonu Andy, fjölskyldu hans og öllum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls en það voru 50 þúsund manns þarna og ég var ekki sú eina sem náði þessu á myndband. Ef ég hefði ekki hlaðið þessu upp hefði einhver annar gert það,“ segir hún.

Hún sagðist ekki hafa grætt neinn pening á þessu og hafi ekki búist við að myndbandið myndi fara svona víða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt