Goðsögnin Paul Gascoigne var fluttur á spítala á föstudagskvöld en þetta kemur fram í frétt Sun í dag.
Gascoigne hefur lengi glímt við áfengisvandamál en hann var stórkostlegur leikmaður á sínum tíma og var mikilvægur fyrir enska landsliðið.
Sun fjallar um málið og segir að Gascoigne hafi verið fundinn nánast meðvitundarlaus í svefnherbergi sínu í Poole á föstudagskvöld.
Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús en þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem Gascoigne lendir í slíku atviki.
Gascoigne er 58 ára gamall en hvað nákvæmlega átti sér stað er óljóst að svo stöddu.
Sun segir þó að útlit sé fyrir að Gascoigne muni jafna sig en hann verður á spítalanum næstu daga.