fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 14:30

Yfirlitsmynd af Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upptökur úr myndavél Teslu-bifreiðar eru hluti af sönnunargögnum í Gufunesmálinu svokallaða. Þar eru þrír ungir menn ákærðir fyrir að hafa orðið Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, 65 ára manni frá Þorlákshöfn, að bana með því að misþyrma honum illilega í bíl og skilja hann eftir bjargarlausan á víðavangi í Gufunesi í Reykjavík.

Í Tesla-bíl sem hinir ákærðu óku er sjálfvirkur upptökubúnaður. RÚV greinir frá því að upptökur úr búnaði bílsins varpi ljósi á atburðarás málsins. Sakborningarnir fengu Hjörleif til að yfirgefa heimili sitt og óku víða með hann og beittu hann hrottafengnu ofbeldi í fimm klukkustundir sem leiddi til andláts hans. Hann var að lokum skilinn eftir klæðalítill á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Þar fannst hann þungt haldinn og lét lífið skömmu eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús.

Ennfremur segir í fréttinni að starfsmenn bílaþvottastöðvar hafi fundið tennur í aftursæti bílsins eftir að hann var afhentur til bílaþvottar. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir að sakborningar hafi farið með bílinn í þvott eftir ódæðið.

Samkvæmt frétt RÚV verður aðalmeðferð í málinu í lok ágúst. Samkvæmt heimildum DV verður aðalmeðferð á þeim tíma eða í október. Hefur það ekki verið fastákveðið en fyrirtaka í málinu verður 11. ágúst. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi.

Sjá einnig: Þessi eru ákærð í Gufunesmálinu – Svona var atburðarásin sem leiddi til hörmulegs andláts Hjörleifs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“