fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 10:46

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur haft til skoðunar upplýsingagjöf og viðskiptahætti Isavia ohf. vegna skammtímabílastæða á Keflavíkurflugvelli. Hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi brotið lög hvað þetta varðar.

Segir meðal annars í ákvörðun Neytendastofu að Isavia hafi gerst sekt um villandi viðskiptahætti með því að láta líta út fyrir að sjálfvirkt greiðslukerfi væri til staðar en ekki tekið fram að virkja þurfi það sérstaklega. Þá hafi neytendum ekki verið veitt fullnægjandi upplýsingar um öll gjöld tengd gjaldtengdum bílastæðum félagsins. Í tilkynningu Neytendastofu segir:

„Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi brotið gegn lögum um góða viðskipthætti sem og reglum um verðmerkingar með því að veita neytendum ekki fullnægjandi upplýsingar um öll gjöld tengd gjaldskyldum svæðum félagsins. Þá var það álit stofnunarinnar að með hliðsjón af staðsetningu myndavéla, skorti á upplýsingum um að þjónustugjald leggist á eftir 5 mínútna viðveru og að teknu tilliti til þess þrönga tímaramma sem neytendum er gefinn til afferminga, sé tilhögun gjaldtöku í brottfararrennu Isavia viðskiptahættir sem séu óréttmætir gagnvart neytendum. Þá komst stofnunin einnig að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi viðhaft villandi viðskiptahætti með því að láta líta út fyrir að sjálfvirkt greiðslukerfi/gjaldtaka væri til staðar án þess að tekið væri fram að virkja þurfi það sérstaklega.“

Hefur Neytendastofa sektað Isavia um 500 þúsund krónur vegna þessara brota.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna