fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 18:00

Musk var ekki viðstaddur í réttarsal í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaframleiðandinn Tesla hefur verið kærður vegna dauða ungrar konu árið 2019. Konan, sem var gangandi vegfarandi, varð fyrir Tesla bíl sem var stilltur á sjálfstýringu.

Fréttastofan Sky greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í Flórída fylki í Bandaríkjunum árið 2019. Naibel Benavides og kærasti hennar Dillon Angulo voru á næturgöngu að skoða stjörnurnar þegar Tesla bíll á sjálfstýringu kom æðandi og keyrði á þau.

Höggið var mikið og Naibel flaug 22 metra inn í nálægan skóg og lést samstundis. Dillon lifði ákeyrsluna af en slasaðist alvarlega.

Á ofsahraða yfir rauð ljós og stöðvunarskyldu

Eigandi Tesla bílsins, George McGee, náði samkomulagi við fjölskyldur Naibel og Dillon utan réttar og er því ekki aðili að þessu máli. Lögmenn fjölskyldnanna kærðu bílaframleiðandann og halda því fram að búnaður bílsins, sem var af gerðinni Model S Sedan, hefði átt að vara ökumanninn við og bremsa áður en hann keyrði á fólkið.

Halda þeir því fram að bíllinn hafi keyrt yfir á rauðu ljósi og ekki virt stöðvunarskyldumerki. Hraðinn hafi verið um 113 km/klst.

Kenna ökumanni um

Tesla heldur því hins vegar fram að ökumaðurinn beri einn ábyrgð á slysinu. Hafi hann beygt sig niður til þess að sækja farsíma sem hann hafi misst á gólf bílsins þegar slysið varð.

„Gögnin í málinu sýna að þetta slys hafði ekkert að gera með tækni sjálfsstýringarbúnaðar Tesla,“ segir í yfirlýsingu bílaframleiðandans. „Frekar, eins og í mörgum hörmulegum slysum síðan farsímar voru fyrst hannaðir, orsakaðist slysið af ökumanni sem var annars hugar.“

Einstakt mál

Þetta mál er ekki fyrsta málið þar sem Tesla hefur verið kært vegna slysa tengdum sjálfsstýringarbúnaðinum. En hingað til hefur þeim verið vísað frá eða þá að samið hefur verið utan réttar.

Tesla hefur gert endurbætur á sjálfsstýringarbúnaðinum á undanförnum árum en einnig hefur fyrirtækið innkallað um 2,3 milljón bíla vegna ótta um að búnaðurinn væri ekki að láta ökumenn vita nægilega vel af umhverfinu.

Hafi hunsað viðvaranir í mörg ár

Kviðdómendur voru valdir í gær, mánudag, og voru nokkrir þeirra fjarlægðir eftir að hafa viðurkennt að vera ekki hlutlausir gagnvart Tesla vegna eignarhaldsins. Það er vegna Elon Musk, sem hefur stutt Donald Trump og önnur hægriöfgaöfl víða um heim. Musk var ekki viðstaddur í dómsal en hann hefur meðal annars látið hafa eftir sér að Tesla bílar séu öruggari en menn.

„Sönnunargögnin munu sýna að í mörg ár, fyrir og eftir þetta slys, hafi Tesla hunsað viðvaranir,“ sagði lögmaður fjölskyldnanna í réttinum í gær. „Þetta mál snýst um ábyrgð. Tesla tekur enga ábyrgð á göllum í sjálfsstýringarbúnaðinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“