fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra María Jessen spilaði með íslenska kvennalandsliðinu í kvöld sem mætti Finnum á EM í Sviss.

Sandra spilaði 62 mínútur í þessum leik en Finnland vann viðureignina 1-0 og var Ísland manni færri alveg frá 58. mínútu.

Sandra var að sjálfsögðu svekkt eftir þennan leik en bendir á að það sé enn nóg eftir af mótinu sem var að hefjast.

,,Maður er bara hundsvekktur og sár að hafa ekki fengið neitt úr þessum leik en að sama skapi veit maður að það er nóg eftir af þessu móti,“ sagði Sandra.

,,Það var mikið stress og margir leikmenn voru að spila sitt fyrsta stórmót eins og ég sjálf að byrja minn fyrsta leik á stórmóti. Það er eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann.“

,,Þegar Hildur fær þetta seinna gula spjald þá er ekki mikið að sjá á liðinu að við séum einum færri, við erum að sækja meira ef eitthvað er og við þurfum að horfa í það jákvæða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið