Karlmaður hlaut 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldisbrot gegn barnsmóður sinni, og fyrrverandi sambýliskonu, í nóvember 2022.
Maðurinn réðst á konuna á heimili hennar á Akureyri og var ákærður fyrir að hafa kastað eldhússtól að henni sem lenti á mjöðm brotaþola, lamið hana í hnakkann og rifið í hár hennar og hótað henni með flösku af matarolíu og hníf og sagst ætla að drepa hana.
Konan hlaut mar á gagnaugasvæði hægra megin aftan og ofan við eyrnablöðku og væga bólgu þar yfir, rauðleita húðbreytingu neðan við hárlínu á hnakka og þar í kring nokkra rauðleita bletti, marblett á innanverðum hægri upphandlegg, marblett á miðjum hægri handlegg, þreifieymsli í hægri upphandleggnum, marblett á hægra handarbaki, mar (fjólublá húðbreyting) í vinstri olnbogabót, skrámu á vinstra mjaðmakambi og tvo marbletti á vinstra fótlegg.
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að ákæruvaldið féll frá sakargiftum að því er varðar hótanir, það er að maðurinn hafi hótað brotaþola með flösku af matarolíu og hníf og sagst ætla að drepa hana. Er brot ákærða því aðeins talið við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Í dómnum kemur fram að karlmaðurinn neitaði upphaflega sök, aðalmeðferð málsins dróst síðan allnokkuð og þegar að henni kom felldi ákæruvaldið niður hluta sakargifta og ákærði játaði sök. Ákærði var einnig ákærður fyrir tvenn umferðarlaabrot þar sem hann ók biðfreið án ökuréttinda. Fyrir það var honum gerð 160 þúsund króna sekt.
Dómarinn horfði því þess við ákvörðun refsingar nú að líkamsárás ákærða beindist gegn barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu en einnig til þess að ákærði hefur leitað sér meðferðar við vímuefnavanda og gengist við brotinu og þess að meðferð málsins hefur dregist.
Í dómnum kom einnig fram að ákærði hafði áður engið dóm fyrir líkamsárás sem hann hlaut 45 daga dóm fyrir, hann hafði einnig hlotið dóm fyrir að aka án ökuréttinda og hraðakstu, og gert sátt vegna aksturs án ökuréttinda.
Maður þarf að greiða 927.034 krónur í sakarkostnað, en sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.